Grindavík hefur samið við Englendinginn Kairo Edwards-John og mun hann leika með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar. Kairo er 22 ára gamall vængmaður sem getur einnig leikið sem framherji. Kairo hefur leikið á Íslandi undanfarin tvö tímabil í Lengjudeildinni, fyrst með Magna og síðasta sumar með Þrótti Reykjavík. Kairo hefur leikið 46 leiki í deild og bikar hér á landi …
Ingólfur skrifar undir sinn fyrsta samning
Ingólfur Hávarðarson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning sem leikmaður hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur. Ingólfur, sem er 17 ára gamall, er mjög efnilegur ungur markmaður sem hefur verið að æfa með meistaraflokki félagsins núna í haust. Ingólfur er fæddur árið 2005 og er á yngsta ári í 2. flokki félagsins. Hann hefur nú þegar leikið nokkra æfingaleiki með meistaraflokki í vetur …
Þrír ungir leikmenn skrifa undir samning
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert samning við þrjá unga og uppalda leikmenn til næstu ára. Andri Daði Rúríksson, Guðmundur Fannar Jónsson og Luka Sapina skrifuðu undir samning við félagið í kvöld en allir koma þeir upp úr yngri flokkum félagsins. Andri Daði Rúríksson er ungur og spennandi sóknarmaður. Hann er aðeins 16 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið …
Kenan Turudija til liðs við Grindavík
Grindavík hefur samið við miðjumanninn Kenan Turudija og mun hann leika með félaginu á næstu leiktíð í Lengjudeild karla. Kenan kemur frá Bosníu og Hersegóvínu en hann hefur leikið hér á landi frá árinu 2014. Kenan, sem er 31 árs gamall, hefur leikið með liði Selfoss undanfarin fjögur tímabil en var áður á mála hjá Víkingi Ólafsvík og Sindra frá …
Guðný Eva leggur skóna á hilluna
Guðný Eva Birgisdóttir, fyrirliði kvennaliðs Grindavíkur, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Guðný er 24 ára gömul og lék alls 164 leiki fyrir Grindavík í deild og bikar. Fyrsta leikinn fyrir meistaraflokk Grindavíkur lék Guðný árið 2012 þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Þann síðasta lék hún núna í haust í Lengjudeild kvenna. Knattspyrnudeild Grindavíkur vill þakka Guðnýju …
Tómas Leó skrifar undir hjá Grindavík
Sóknarmaðurinn Tómas Leó Ásgeirsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeildinni á komandi tímabili. Tómas Leó er 23 ára gamall og hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Haukum í 2. deild. Tómas skoraði 13 mörk í 20 leikjum fyrir Hauka í 2. deild í sumar ásamt því að skora þrjú mörk í …
Jón Óli þjálfar áfram kvennalið Grindavíkur
Jón Ólafur Daníelsson hefur skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og mun áfram þjálfa kvennalið Grindavíkur á næstu leiktíð. Jón Óli tók við liðinu síðasta vetur og undir hans stjórn endaði liðið í 6. sæti Lengjudeildar kvenna í sumar sem var mjög ásættanlegur árangur. Það er mikið fagnaðarefni að Jón Óli haldi áfram störfum hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur en hann …
Óttar nýr styrktarþjálfari meistaraflokks karla
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við Óttar Guðlaugsson og mun hann taka að sér styrktarþjálfun hjá meistaraflokki karla. Óttar er 29 ára gamall og hefur starfað frá árinu 2015 hjá Knattspyrnudeild Selfoss, þar af sl. þrjú ár sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Selfoss. Óttar er menntaður íþróttafræðingur og er að ljúka framhaldsmenntun á því sviði á næsta ári. Hann er með …
Janko verður aðstoðarþjálfari karlaliðs Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við hinn þrautreynda þjálfara Milan Stefán Jankovic og verður hann aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Grindavíkur. Verður hann aðstoðarmaður Alfreðs Elíasar Jóhannssonar sem var kynntur sem þjálfari Grindavíkur fyrir skömmu. Það þarf vart að kynna Janko fyrir Grindavíkingum en hann hefur búið hér í þrjá áratugi og er samofinn sögu knattspyrnudeildar Grindavíkur. Hann kemur nú inn í nýtt …
Maja áfram leikmaður og markmannsþjálfari Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur framlengt samning sinn við Maciej Majewski sem leikmaður og markmannsþjálfari hjá félaginu. Maja hefur verið hjá Grindavík 2015 og hefur komið sér vel fyrir hér í Grindavík. Maja, sem kemur frá Póllandi, gerir eins árs samning sem markmaður hjá félaginu og mun hann veita Aroni Degi Birnusyni samkeppni um markvarðarstöðuna. Maja gerir þriggja ára samning sem markmannsþjálfari …