Jón Óli þjálfar áfram kvennalið Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Jón Ólafur Daníelsson hefur skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og mun áfram þjálfa kvennalið Grindavíkur á næstu leiktíð. Jón Óli tók við liðinu síðasta vetur og undir hans stjórn endaði liðið í 6. sæti Lengjudeildar kvenna í sumar sem var mjög ásættanlegur árangur.

Það er mikið fagnaðarefni að Jón Óli haldi áfram störfum hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur en hann hefur þjálfað við góðan orðstír hjá félaginu og var yfirþjálfari í nokkur ár.

Æfingar hjá meistaraflokki kvenna eru hafnar á ný og undirbúningur fyrir næsta tímabil að fara af stað. Frekari frétta af leikmannamálum kvennaliðs Grindavíkur og þjálfarateymi er að vænta á næstu dögum og vikum. Stefnan er sett á að gera enn betur á næstu leiktíð.

Áfram Grindavík!