Aðalfundur fótboltans

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeild Grindavíkur fór fram í síðustu viku. Ágætlega var mætt og fór fundurinn fram með hefðbundnu sniði.  Jónas Þórhallsson, formaður stjórnar, las upp skýrslu stjórnar. Grétar Schmidt, formaður unglingaráðs, greindi frá starfi yngri flokka og Þórhallur Benónýsson, gjaldkeri, fór yfir fjármálin. Helstu niðurstöður úr ársreikning er m.a. að tap á síðasta ári var 3.9 milljónir og engin skuld til …

Fyrirlestur 12.febrúar kl.20 í Gulahúsi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeildin mun standa fyrir fyrirlestri um dómaramál á skemmtilegan máta næstkomandi þriðjudag, 12 febrúar, klukkan 20:00 Fyrirlesari verður Sigurður Óli Þórleifsson FIFA dómari. Allir eru velkomnir iðkendur og foreldrar einnig áhugasamir knattspyrnu-unnendur Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröð sem knattspyrnudeildin ætlar að bjóða upp á í vetur.

Aðalfundur færður til um viku

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG sem vera átti fimmtudaginn 7. Febrúar frestast af óviðráðanlegum orsökum til fimmtudagssins 14.febrúar kl 20:00 í Gulahúsinu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. : Skýrsla stjórnar.: Ársreikningur.: Skýrsla unglingaráðs.: Önnur mál. Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG.

Tækniæfingar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur ætlar að bjóða upp á tækniæfingar fyrir iðkendur í 4.fl-3.fl karla og kvenna miðvikudaga kl.6.10-7.10 í Hópinu. Áhugasamir er frjálst að mæta til að auka leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu.  

Grótta-Grindavík í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Þriðji leikur Grindavíkur í fótbolti.net mótinu fer fram á Gróttuvelli í dag klukkan 18:00 Grótta hefur spilað einn leik í riðlinum gegn Aftureldingu sem þeir unnu og eru því með 3 stig á toppinum.  Grindavík er sömuleiðis með 3 stig en hafa spilað tvo leiki, tapleikur gegn BÍ/Bolungarvík og sigur gegn Aftureldingu í síðustu umferð.

Fótbolti.net mótið

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tekur á móti Afturelding í fótbolti.net mótinu á morgun. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst klukkan 12:00. Grindavík er riðli með Gróttu, BÍ/Bolungarvík og Aftureldingu.  Fyrsti leikur Grindavíkur var gegn BÍ/Bolungarvík þar sem Grindavík tapaði 0-1. Leikur Gróttu og Grindavíkur fer fram á Gróttuvelli miðvikudaginn 30.janúar.

Leikir í firmakeppninni

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Búið er að draga í riðla í firmakeppni knattspyrnudeildarinnar. A- Riðill JaxlinnFínfiskurKeiluhöllinnGrindin B-Riðill VísirSjóliÞorbjörnMálarar Leikir: KL Riðill     Völlur 15:00 A riðill Jaxlinn Fínfiskur   1 15:00 B-Riðill Vísir Sjóli 2 15:20 A-Riðill Keiluhöllinn Grindin 1 15:20 B-Riðill Þorbjörn Málarar 2 15:40 A-Riðill Jaxlinn Keiluhöllinn 1 15:40 B-Riðill Vísir Þorbjörn 2 16:00 A-Riðill Fínfiskur Grindin 1 16:00 B-Riðill Sjóli Málarar …

Langar þig á leik í enska?

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

  Núna um helgina hefst hópleikur hjá Getraunþjónustu Grindavíkur. Leikurinn stendur í 12 vikur og gilda 10 bestu vikurnar (tvær lélegustu vikurnar detta út).   Vinningarnir eru ekki af verri endanum. 1. Vinningur: Ferð fyrir 2 á leik í enska (flug, gisting og miði á leik) frá Úrval Útsýn2. Vinningur: 2×25 þús. Gjafabréf frá Úrval Útsýn3. Vinningur: Tvö árskort á heimaleiki Grindavíkur …

Ray til Keflavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Ray Anthony Jónsson hefur skrifað undir hjá Keflavík og spilar því í Pepsideildinni næsta sumar. Samningurinn er til tveggja ára og ætti því að ná 1-2 árum með Grindavík í efstu deild eftir það.  Ray hefur spilar 228 leiki með meistaraflokki með Grindavík auk evrópuleiki, tvo U-21 leiki með Íslandi og fjölda landsleikja með Filipseyjum. Við óskum honum velfarnaðar með …

Tilkynning frá Knattspyrnudeild Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ráðið Milan Stefan Jankovic sem aðalþjálfara liðsins og Pálma Ingólfsson sem aðstoðarþjálfara. Báðir hafa þeir verið viðloðnir þjálfun í Grindavík til fjöldra ára og munu skipa öflugt þjálfarateymi sem mun lyfta meistaraflokki karla upp um deild og gera ungu strákana enn betri. Mynd hér að ofan er af Jankó og Pálma ásamt Jónasi Þórhallssyni, formanni knattspyrnudeildar UMFG