Aðalfundur fótboltans

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeild Grindavíkur fór fram í síðustu viku.

Ágætlega var mætt og fór fundurinn fram með hefðbundnu sniði.  Jónas Þórhallsson, formaður stjórnar, las upp skýrslu stjórnar. Grétar Schmidt, formaður unglingaráðs, greindi frá starfi yngri flokka og Þórhallur Benónýsson, gjaldkeri, fór yfir fjármálin.

Helstu niðurstöður úr ársreikning er m.a. að tap á síðasta ári var 3.9 milljónir og engin skuld til leikmanna.

Önnur mál voru rædd og kosið í nýja stjórn.

Ingvar Guðjónsson og Þórarinn Kr. Ólafsson koma nýjir inn í stjórn þannig að eftirfarandi aðilar skipa núverandi stjórn:

Jónas Þórhallsson, formaður.

Sigurður Halldórsson,

Rúnar Sigurjónsson,

Þórhallur Benónýsson

Ragnar Ragnarsson

Ingvar Guðjónsson

Þórarinn Kr. Ólafsson

auk framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar, Eiríkur Leifsson.

 

Hér fyrir neðan er skýrla stjórnar en hana er einnig hægt að sækja hér.

 

Skýrsla stjórnar Knattspyrnudeilar UMFG
Aðalfundur fimmtudaginn 14. febrúar 2013.

Ágætu félagar.

Það ríkti spenna yfir Grindavík í lok tímabils haustið 2011. Grindavík þurfti enn eina ferðina
að gera hið ótrúlega til að bjarga sér frá falli í síðustu umferð Pepsídeildarinnar, nú úti í
Vestmannaeyjum. Leikmenn gerðu það sem til þurfti og unnu ÍBV 0-2. Og við tók mikil gleði á
lokahófi um kvöldið. Strax næstu daga hófst undirbúningur fyrir næsta tímabil 2012.

Ólafur Örn Bjarnason þjálfari ákvað að stíg til hliðar sem þjálfari en hélt opnu að spila áfram
með Grindavík. Þjálfaraskipti lágu í loftinu og margir sýndu starfinu áhuga og á endanum var
tekin ákvörðun um að ráða Guðjón Þórðarson til næstu 3ja ára. Það var ekki einhugur í stjórn um
þetta mál, Þorsteinn Gunnarsson var á móti þessari ákvörðun og ákvað að hætta sem formaður
deildarinnar í kjölfarið. Því var haldinn auka aðalfundur 1. nóvember 2011 og fjölmenni mætti,
eða 46 manns.

Ný stjórn tók við og fyrsta verk nýrrar stjórnar var að endurreisa fjárhag deildarinnar. Erfið
mál lágu óleyst á borðinu varðandi leikmenn t.d. Michal Pospisil og Jamie McCunnie sem voru
með óuppsegjanlega samninga út 2012. Samkomulag tókst milli Jamie McCunnie og stjórnar
um starfslok með talsverðum aukakostnaði, en mál Michal er enn óleyst og er í dag inni á borði
FIFA. Seinni greiðslan frá Burgas vegna sölunnar á Jósef Kristni Jósefssyni er enn ógreidd,
gjalddaginn var 1. apríl 2011. Grindavík sendi kröfuna til FIFA til innheimtu. Í framhaldi af því
hefur Burgas krafið Grindavík um uppeldisbætur vegna félagaskipta Jósefs aftur til Grindavíkur
og hefur sent málið til innheimtu til FIFA.

Eftir á að hyggja var það rétt ákvörðun hjá Þorsteini að vilja ekki ráða Guðjón Þórðarson sem
þjálfara meistaraflokks karla. Grindavík féll um deild í annað sinn á skömmum tíma, fyrst í
september 2006 og nú í september 2012. Þegar litið er til baka þá hringdu aðvörunarbjöllur í
bæði skiptin við ráðningu á þjálfara meistaraflokks karla, Sigurði Jónssyni 2006 og Guðjóni
Þórðarsyni 2012.

Mikil meiðsli voru hjá lykilleikmönnum allt keppnistímabilið og erfiðlega gekk að fá sterka
leikmenn til félagsins, þvert á það sem menn vonuðst eftir með tilkomu Guðjóns. Öll samskipti
milli Guðjóns og stjórnar voru góð, en það fylgdi honum ekki sama ástríða og menn höfðu
vonast eftir. Eftir fall í 1. deild var tekin ákvörðun í byrjun október 2012 að segja upp launalið
í samningi milli Guðjóns og knattspyrnudeildarinnar. Samningaviðræður tókust ekki og því var
samstarfinu lokið 31. desember 2012. Knattspyrnudeild þakkar Guðjóni fyrir samstarfið og óskar
honum velfarnaðar.

Róbert Magnússon kom með Guðjóni sem sjúkra- og aðstoðarþjálfari. Róbert var með samning
út september 2012 og mun aðstoða okkur áfram ásamt Sreten Karinmanovic sem sjúkraþjálfari.

Í nóvemer 2011 var farið í leiðangur til Reykjavík til að laga fjárhag deildarinnar með þeim
Eiríki Tómassyni, Hermanni Ólafssyni og Pétri Pálssyni. Það skilaði um 20 milljónum í tveimur
ferðum til þjónustuaðila í sjávarútvegi. Þökkum við þeim heiðursmönnum sérstaklega fyrir

þeirra framlag. Það má með sanni segja að þessar ferðir hafi verið árangursríkar og ekki síður
skemmtilegar, það tók ekki nema örfáar mínútur á hverjum stað að ræða erindið og fá það
samþykkt. Það þurfti ekki meira til en að sýna þessi andlit.

Átak var gert í getraunum sem tókst mjög vel og skilar deildinni talsverðum fjárhæðum. Þess má
geta að það skiptir miklu máli fyrir deildina að tippa í Gula húsinu, áheitin þar eru 26% á hverja
röð en 10% ef tippað er annarsstaðar.

Það fór margt úrskeiðis í starfsemi deildarinnar á liðnu ári, æfingaferð og herrakvöld voru slegin
af og ekki tókst að koma út leikskrá. Öflugt félagslíf sem einkennt hefur starf deildarinnar var í
lágmarki. En inn á milli voru skemmtilegir viðburðir. Aðventuhátíð tókst vel með skemmtilegum
gestum frá Keflavík, Karli og Eiríki Hermannssonum ásamt Þorsteini Ólafssyni. Bacalaomótið
var haldið í annað sinn á Sjóaranum síkáta og tókst vel með 200 manns í saltfiskveislu og
dansleik á eftir með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna. Og þrátt fyrir fall úr efstu deild þá
var haldið glæsilegt lokahóf í íþróttahúsinu með metþátttöku, alls 320 manns í mat og um 650
manns á dansleik. Kristín Pálsdóttir stýrði glæsilegri veislu og Ingibjög Guðmundsdóttir úr BG
var sérstakur gestur þetta kvöld og gladdi okkur með söngperlum.

Í lok sumars var byrjað að endurskoða helstu þætti starfseminnar og hvað hefði farið úrskeiðis.
Fyrsta verkefnið var að efla starfsemi yngri flokka. Farið var yfir hvað þyrfti að bæta þar, t.d.
auka gæði í þjálfun, endurskoða þátttöku í mótum og nú hefur verið ákveðið að fara á Shellmótið
í Vestmannaeyjum 2013. Grindavík fór árlega til Vestmannaeyja þar til fyrir 5 árum síðan.

Garðar Vignisson þjálfari 5. og 6. flokks karla lét af störfum í september og þökkum við
Garðari fyrir samstarfið. Ægir Viktorsson var ráðinn í fullt starf hjá deildinni frá 1. janúar 2013
sem yfirþjálfari yngri flokka, auk þess þjálfar Ægir 2. 3. og 4. flokka karla. Einnig mun Ægir
aðstoða Eirík Leifsson framkvæmdastjóra á skrifstofu og sjá um dómara- og fræðslumál og ýmis
samskipti milli deildarinnar og KSÍ.

Goran Luick þjálfari meistaraflokks kvenna lét af störfum í september 2012. Þökkum við Gora
fyrir samstarfið. Helgi Bogason var ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna frá 1. nóvember 2012.
Grindavík hefur endurheimt fyrrum leikmenn meistarflokks kvenna sem er ánægulegt og styrkir
okkar leikmannahóp og stefnan er að verða í efstu deild að ári.

Janko þjálfaði 2. flokk karla og var aðstoðarmaður Guðjóns. Janko hefur unnið frábært starf með
2. flokk karla síðastliðin 2 ár og skrifaði undir nýjan samning frá 1. janúar 2013 sem þjálfari
meistarflokks karla og með honum verður Pálmi Ingólfsson aðstoðarþjálfari.

Ég tel það mikið gæfuspor að hafa Janko og Pálma ásamt Helga innan okkar raða til að stýra
meistaraflokkum karla og kvenna og óskum við þeim velfarnaðar í starfi. Þeir hafa allir starfað
fyrir deildina í áratugi. Þá var ákveðið að ráða Helga Jónas Guðfinnsson í byrjun árs 2013 til að
sjá um þrekþjálfun hjá meistaraflokk karla og kvenna auk 2. flokks karla og bjóðum við Helga
Jónas velkominn til starfa fyrir fótboltann.

Knattspyrnudeildin er með verktökusamning við Grindvíkurbæ og hefur umsjón með
húsum tengdum knattspyrnu. Það eru búningsklefar, Gula húsið, sjónvarps- og WC-gámar,

blaðamannastúka, boltageymsla ásamt miðasöluskúr. Díana Jankovic hefur umsjón með þessum
samningi og sér um öll þrif á þessum mannvirkjum. Frá 1. maí til 30. september eru 2 starfskonur
ráðnar í viðbót með Díönu á vöktum frá 08:00 til 22:30 hvern dag þegar starfsemin er mest.

Eiríkur Leifsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar stýrir daglegum rekstri og Sigurgeir
Guðjónsson sér um bókhald og launavinnslu. Knattspyrnudeildin er lögaðili og er gríðarstórt
fyrirtæki með veltu upp á annað hundruð milljónir og hefur skyldum að gegna. Greiddi 2012,
4 milljónir í tryggingagjald. Útsvar af launagreiðslum var um 8 milljónir. Stöðugildi eru um 20
manns. Það eru margir illa upplýstir um þessi mál og hvað þessi félagsskapur gefur mikið af sér
til samfélagsins í allar áttir. Allt þetta starf er drifið áfram af hugsjón. Við skulum varast það að
skemma hana.

Samkvæmt ársreikingi varð tap á rekstri deildarinnar á árinu 2012 kr. 3.913.158.-
Knattspyrnudeildin var með yfirdrátt í Landsbankanum uppá kr. 15.000.000 allt rekstrarárið og
náði ekki að lækka yfirdráttinn eins og áætlun okkar hafði gert ráð fyrir.

Við fall í 1. deild lækka tekjur deildarinnar frá KSÍ og UEFA og gríðarlegur kostnaður við
ferðalög er framundan hjá karla og kvennaliði okkar næsta sumar. Eftir fall í 1. deild ákvað stjórn
deildarinnar að breyta launagreiðslum leikmanna meistarflokks karla og lækka mánaðarlaun
um 25% og greiða laun í 9 mánuði. Bætt var við nýjum stigabónus sem hvata til að ná árangri.
Bónusinn fyrir 2013 verður aðeins greiddur ef Grindavík tryggir sér þátttökurétt í Pepsídeild að
nýju. Þessum aðgerðum tóku leikmenn mjög vel og sýndu mikinn karakter og hollust við félagið.

Þessar aðgerðir hafa vakið mikla athygli annara lið sérstaklega í efstu deild karla.
Það er von okkar að betri tíð sé í vændum og tækifæri séu til að auka um leið við félagslegan þátt
og bæta gæði og þjónustu við iðkendur og áhorfendur.

Í tilefni af 70 ára afmæli UMFG 3. febrúar 2005 lét Knattspyrnudeild UMFG Sigurbjart
Loftsson setja upp hugmynd að framtíðaríþróttamannvirkjum í Grindavík sem var kynnt í
Kvikunni að viðstöddum fulltrúum allra deilda og bæjarstjórn sem tóku þessu framtaki vel.

Síðan þá hefur bæjarstjórn skipað í nokkrar nefndir til að gera tillögur að framtíðaruppbyggingu
íþróttamannvirkja. Fyrsta kynning sem deildir UMFG fengu af núverandi skipulagi á
íþróttasvæði var í Hópskóla 12. desember 2011. Þar gerði undirritaður athugasemd og lagði til
að byrjað yrði á deiliskipulagi af íþróttasvæðinu sem samræmist þeim kröfum sem gerðar eru í
dag varðandi aðbúnað keppnisfólks, áhorfenda og afþreyingu almennings á þessu svæði.

Gefinn var frestur til 19. desember 2011 til að skila inn skriflegum athugasemdum um þessar
tillögur. Knattspyrnudeild sendi inn athugasemd og ítrekaði ályktun síðustu 3ja aðalfunda um að
öll uppbygging fyrir knattspyrnu verði við Hópið og Stúku.
Þessu bréfi var ekki svarað.

3. desember 2012 var boðað til fundar í fyrsta sinn með formönnum deilda, bygginganefnd,
bæjarstjóra, byggingarfulltrúa, fulltrúum frístunda- og menningarnefndar ásamt fulltrúum
teiknistofu.
Þar gerði undirritaður nokkrar athugasemdir m.a:

1) Að Körfuknattleiksdeild, júdódeild, fimleikadeild, Taekwondodeild og sunddeild fái viðunandi
aðstöðu að þeirra kröfum uppfylltum sem og aðstöðu fyrir áhorfendur og starfsfólk.
2) Að núverandi búningskefar við sundlaug og íþróttahús standi áfram og íþróttahús verði stækkað
eða nýtt íþróttahús byggt.
3) Horft verði til hugmynda knattspyrnudeildar frá 3. febrúar 2005 varðandi aðalanddyri að
íþróttasvæðinu verði á milli íþróttahúss og sundlaugar.
4) Stærð á búningageymslu og þvottahúsi þarf að vera lámark 50 fm.
5) Lágmarksstærð á búningsklefum sem uppfylla kröfur UEFA eru 35 fm.
6) Óskir knattspyrnudeildar eru að uppbygging íþróttamannvirkja tengdum knattspyrnu verði við
Hópið og stúku þar sem deildin geti verið sjálfbær með tillögur að teikningum frá 2009.
7) Að ekki verði gert ráð fyrir búningsklefum fyrir fótboltann í núverandi tillögum við íþróttahús
8) Í framtiðardeiliskipulagi verði gert ráð fyrir stúkubyggingu hringinn um aðalkeppnisvöll.
9) Salur (Festi) verði settur nærri íþróttahúsi til að nýta fyrir áhorfendur á leikdegi hjá
körfuknattleiksdeild. Skrifstofur deilda UMFG utan knattspyrnudeildar verði á annari hæð þar
sem kálfurinn er í dag.

10. janúar 2013 voru sendar nýjar tillögur frá bæjarstjórn á formenn allra deilda UMFG. Þar
var tekið tillit til athugasemda knattpyrnudeildar varðandi deiluskipulag og staðsetningu
íþróttamannvirkja við aðalvöllinn tengdum knattspyrnu og ber að þakka fyrir það. En það þurfa
allar deildir að vera sáttar við sína aðstöðu og staðsetningu þessara mannvirkja.

Þrátt fyrir að 350 iðkendur knattspyrnudeildarinnar hafi yfirgefið íþróttaúsið með allar sínar
æfingar með tilkomu Hópsins 2007 varð íþróttahúsið strax yfirfullt og í dag er ekki hægt að
fá tíma fyrir almenning. Körfuboltinn vantar talsvert uppá til að uppfylla æfingatíma fyrir sína
iðkendur sem og aðrar deildir.

Það skal áréttað hér að samstaf deilda er gott og hefur ávallt verið í gegnum áratugi og jákvæður
rígur er ekki slæmur. Við erum öll á sömu torfunni, gul og blá.

27. október 2008 sendi undirritaður þáverandi menntamálaráðherra bréf og hvatti til þess
að virðisaukaskatturinn fengist endurgreiddur af byggingaframkvæmdum fyrir bæjar- og
sveitarfélög. Það sögðu allir við mig að þetta tæki 15-20 ár að koma þessu í gegn. En með trú og
sannfæringu tókst að koma þessu í geng eftir 3 umræður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Nú er skatturinn endurgreiddur af allri vinnu á byggingastað fyrir bæjar-og sveitarfélög. Þetta
var samþykkt sem lög frá alþingi 3. febrúar 2009 og er enn í fullu gildi.

Grindavíkurbær hefur notið góðs af þessum nýjum lögum og fengið endurgreiddan
virðisaukaskatt af allri vinnu á byggingastað af sínum framkvæmdum frá 2009.

Nýtum áfram tækifærin.

Nú er svo komið að allar deildir eru ósáttar við núverandi tillögur og hvernig að þessu hefur
verið staðið og vilja koma að þessum hugmyndum og ljúka þeim í sátt og samlyndi við
bæjaryfirvöld.

Hér þarf að hugsa stórt og lengra fram í tímann hvað varðar æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir
innanhúsíþróttir og afþreygingu fyrir almenning. T.d. einkaaðilar (Metabolic og yoga) sem
myndu getað leigt aðstöðu og um leið styrkt aðra starfssemi (sund o.fl.) og aukið fjölbreyttni.

Einnig þarf að horfa til þess að í dag eru 90% tekna hjá körfu- og knattspyrnudeildum styrkir
og auglýsingar. Það væri auðveldlega hægt að hafa um 25 milljónir í tekjur á ári af veitingasölu
og hvetja til sjálfbærni fyrir hvora deild ef byggingarnar eru rétta hannaðar með þarfir fyrir
áhorfendur.

Leyndardómur velgengninnar er að gefast aldrei upp.

Ágætu félagar !

Stjórn knattspyrnudeildar þakkar þjálfurum og leikmönnum samstarfið og bíður nýja þjálfara, og
leikmenn velkomna til félagsins. Bjarni Ólason og Sveinn Guðjónsson hafa ákveðið að gefa ekki
kost á sér í aðalstjórn og færa sig í varastjórn. Þá hafa þau Guðjóna Breiðfjörð í unglingaráði og
Garðar Vignisson í meistaraflokksráði kvenna hætt störfum. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar
þeim öllum fyrir samstarfið og bíður nýtt fólk velkomið til starfa.

Ég þakka stjórnarmönnum, unglingaráði, karla- og kvennaráði, framkvæmdastjóra og starfsfólki
fyrir góð störf, stuðnings- og styrktaraðilum fyrir samstarfið.

Takk fyrir.

Jónas Karl Þórhallsson
Formaður Knattspyrnudeildar UMFG