Grindavík – Höttur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Stelpurnar taka á móti Hetti í kvöld í 1.deild kvenna. Bæði lið hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og því von á fjörugum leik í kvöld.  Höttur sigraði Fjarðabyggð og Sindra í fyrstu umferðunum og Grindavík hefur nú þegar lagt KR og Fjarðabyggð Leikurinn hefst klukkan 20:00 á Grindavíkurvelli í kvöld.  

Þróttur – Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætir Þrótturum á Valbjarnarvelli í kvöld klukkan 19:15 Þróttur er í næst neðsta sæti deildarinnar en hafa í sínum hóp marga ágæta leikmenn sem geta ýtt þeim ofar á töflunni.  Grindavík er hinsvegar að spila mjög vel þessa dagana og til alls líklegir. Hafa skorað 14 mörk í síðustu 3 leikjum og ætla sér að tryggja stöðu sína á …

Stórsigur hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík sigraði Fjarðabyggð í 1.deildinni í gær.   Nóg var af mörkunum í gær því Grindavík skoraði 6 slík á móti 1 marki gestanna.  Mörk Grindavíkur skoruðu Margrét Albertsdóttir (tvö), Anna Þórunn Guðmundsdóttir(tvö), Ágústa Jóna Heiðdal og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir.  Anna Þórunn er það með orðinn markahæst í B riðli ásamt Fanney frá Hetti með 4 mörk. Staðan er frekar einkennileg í upphafi móts …

Sex mörk í sigurleik

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík er aftur komið í toppsætið eftir 4-2 sigur á Völsungi í gær. Leikurinn var kaflaskiptur því gestirnig komust í 2-0 í fyrri hálfleik.   Hafþór Mar Aðalgeirsson skoraði bæði mörk Völsungs.  Grindavík var meira með boltann og það lá í loftinu að okkar menn mundu jafna í seinni hálfleik. Denis Sytnik Daníel Leó Grétarsson komu báðir inn á í upphafi seinni hálfleiks …

Grindavík – Fjarðabyggð

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Stelpurnar í Grindavík taka á móti Fjarðabyggð í dag klukkan 14:00.  Er þetta annar leikur stelpnanna í 1.deild því leiknum gegn Keflavík var frestað á dögunum. Fjarðabyggð hefur hinsvegar spilað tvo leiki en ekki náð stigi ennþá.  Fínasta veður er í bænum og því upplagt að skella sér á leik.

Knattspyrnuskólinn byjar á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Fyrsti dagur í knattspyrnuskóla UMFG og Lýsis er á morgun.  Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum.  Um er að ræða eitt fjögurra vikna námskeið í júní og júlí og eitt þriggja vikna námskeið í ágúst.    Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt …

Grindavík – Völsungur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tekur á móti Völsung í dag klukkan 16:00 í fimmtu umferð Pepsi deild karla. Grindavík er í þéttskipaðri toppbaráttu þar sem helmingur liða í deildinni í ágætum málum.  Leiknir spilaði sinn leik í fimmtu umferðinni í gær og unnur þeir Þrótt 1-0 og eru því komnir í fyrsta sæti með 11 stig.  Grindavík getur tekið toppsætið aftur með sigri …

Golfmót kvennaboltans

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Hérastubbur bakari heldur styrktarmót fyrir mfl. kvenna í knattspyrnu í Grindavík. Leikið laugardaginn 8. júní á stór glæsilegum 18 holu Húsatóftavelli. Glæsileg verðlaun fyrir 1.- 5. sæti. Golfkylfur fyrir fyrstu 3 og ostakörfur fyrir næstu 2 sætin. Einnig fylgir glaðningur frá Vífilvelli hverjum vinningi. ** Nándarverðlaun fyrir allar PAR 3 holur á vellinum ** Ræst út frá kl 8:00. Byrjað er að skrá …

Fjör á fótboltaæfingum í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Æfingar hjá knattspyrnudeildinni verða með breyttu sniði í dag.  Grindvíkingurinn og landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason mætir og stjórnar æfingum ásamt fleirum landliðsmönnum. Æfingarnar verða klukkan 15:15 í dag og hvetjum við alla stráka og stelpur til að mæta.

Knattspyrnuskóli UMFG og Lýsis

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða eitt fjögurra vikna námskeið í júní og júlí og eitt þriggja vikna námskeið í ágúst.    Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt …