Sex mörk í sigurleik

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík er aftur komið í toppsætið eftir 4-2 sigur á Völsungi í gær.

Leikurinn var kaflaskiptur því gestirnig komust í 2-0 í fyrri hálfleik.   Hafþór Mar Aðalgeirsson skoraði bæði mörk Völsungs.  Grindavík var meira með boltann og það lá í loftinu að okkar menn mundu jafna í seinni hálfleik.

Denis Sytnik Daníel Leó Grétarsson komu báðir inn á í upphafi seinni hálfleiks og sáu þeir um að jafna leikinn. Daníel Leó á 55. mínútu með þrumuskoti og Denis á 74. mínútu.  Þess má geta að í stöðunni 2-1 mætti gæsin Ólöf Pétursdóttir með vinkonum sínum og við það breyttist leikur okkar manna til hins betra.  Þrjú mörk á 6 mínútum og staðan komin í 4-2.  Það var Stefán Þór Pálsson sem skoraði tvö síðustu mörkin.  Stefán er því komin með 6 mörk í fyrstu 5 leikjum mótins.

Grindavík eru eftir leiki gærdagsins komið í fyrsta sætið ásamt BÍ/Bolungarvík með 12 stig.  Næsti leikur er í Reykjavík á Valbjarnarvellinum fimmtudaginn 13. júní klukkan 19:15

Hafliði Breiðfjörð frá fótbolti.net var með myndavélina á lofti í gær og tók margar mjög flottar myndir sem hægt er að sjá á myndasafni fótbolti.net