Golfmót kvennaboltans

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Hérastubbur bakari heldur styrktarmót fyrir mfl. kvenna í knattspyrnu í Grindavík. Leikið laugardaginn 8. júní á stór glæsilegum 18 holu Húsatóftavelli.

Glæsileg verðlaun fyrir 1.- 5. sæti.

  • Golfkylfur fyrir fyrstu 3 og ostakörfur fyrir næstu 2 sætin.
  • Einnig fylgir glaðningur frá Vífilvelli hverjum vinningi.
  • ** Nándarverðlaun fyrir allar PAR 3 holur á vellinum **

Ræst út frá kl 8:00.

Byrjað er að skrá í mótið á www.golf.is og er mótið þar undir mótaskrá.

Teiggjöf: samloka og drykkur.
Þáttökugjald 5.000.-  

Nánari upplýsingar um mótið gefa:
Sigurður Enoksson herastubbur@simnet.is
Guðmundur Pálsson glpalsson@simnet.is og
Petra Rós Ólafsdóttir petraros@simnet.is