Grindavík – Fjarðabyggð

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Stelpurnar í Grindavík taka á móti Fjarðabyggð í dag klukkan 14:00.  Er þetta annar leikur stelpnanna í 1.deild því leiknum gegn Keflavík var frestað á dögunum.

Fjarðabyggð hefur hinsvegar spilað tvo leiki en ekki náð stigi ennþá.  Fínasta veður er í bænum og því upplagt að skella sér á leik.