Knattspyrnudeild UMFG í samvinnu við KSÍ mun standa fyrir unglingadómaranámskeiði þann 17.febrúar, kl. 19.30 í Gulahúsi. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem verða 15 ára á almanaksárinu og eldri. Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir. Námskeiðinu lýkur með …
Markmannsæfingar í fótbolta
Viltu verða góður markvörður í fótbolta? Markmannsæfingar eru á eftirtöldnum dögum: Þriðjudögum í Hópinu kl. 16.10 fyrir 5. og 6. flokk drengja og stúlkna. Sunnudögum í Hópinu kl. 11.00 fyrir 3. og 4. flokk drengja og stúlkna.
UMFG 80 ára
þann 03.febrúar 1935 var UMFG stofnað og á því félagið 80 ára afmæli í dag. Við viljum óska iðkendum, starfsmönnum deilda og öllu því góða fólki sem starfar með Ungmennafélagi Grindavíkur og Grindvíkingum til hamingju með félagið ykkar, megi það vaxa og dafna með okkur um ókomna tíð.
Sjálfboðaliðar á knattspyrnunámskeið
Óskað er eftir sjálfboðaliðum, foreldrum og forráðamönnum. Vegna mikillar eftirspurnar á knattspyrnunámskeiðið sem haldið verður 30.janúar-01.febrúar vantar sjálfboðaliða til að standa vaktir á námskeiðinu. Vaktirnar eru af ýmsu tagi t.d aðstoð í mötuneyti, gæslu í sundlaug/íþróttahúsi og fylgd milli staða. Ef þið sjáið ykkur fært um að aðstoða þá látið Ægi vita aegir@umfg.is eða hafið samband við knattspyrnudeild í síma …
Afrekssamningur 3.flokks UMFG
Á Þriðjudaginn 20.janúar 2015 komu saman á sal skólans drengir og stúlkur í 3.flokk knattspyrnudeildar UMFG til þess að skrifa undir afrekssamning við deildina. Afrekssamningur þessi felur í sér að krökkunum er kennt þau grunngildi sem koma til með að hjálpa þeim í lífinu. Leikmönnum verður boðið upp á aukaæfingar, fræðslu, hvatningu og annað sem hjálpar þeim að bæta sig …
Ray Jónsson til liðs við meistarana á Filipseyjum
Fótbolti.net greindi frá því í morgun að Grindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson væri um það bil að semja við ríkjandi Filipseyjameistara í knattspyrnu. Hann hefur undanfarið æft með þeim og allar líkur á að hann geri 6 mánaða samning við félagið. Ray sem lék um árabil með Grindavík á að baki 31 leik með landsliði Filipseyja. Frétt fótbolta.net: „Ray Anthony Jónsson …
Knattspyrnunámskeið UMFG og Lýsi helgina 30. janúar – 1. febrúar
Knattspyrnudeild UMFG og Lýsi heldur knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 30. janúar – 1. febrúar. Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG og Lýsis 2015 fyrir 3. – 5. flokk stráka og stelpna. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og …
4.flokkur vann B deildina
Grindavík, Stjarnan Untied og Reynir/Víðir voru sigurvegar á Njarðvíkurmótinu í 4. flokki sem fór fram á laugardag og sunnudag í Reykjaneshöll. Leikið var í þremur deildum og það var Stjarnan United sigurvegari í A deild en þetta var eitt af fimm liðum frá þeim. Grindavík sigraði B deildina og Reynir/Víðir C deildina á laugardag. Mótið gekk í alla staði vel …
Grindavík tekur þátt í fótbolta.net mótinu
Fimmta árið í röð stendur Fótbolti.net fyrir æfingamóti í janúar þar sem mörg af sterkustu liðum landsins taka þátt. Grindavík er eitt af aðeins tveimur liðum úr 1. deild sem eru í A-deild mótsins. Fyrsti leikur Grindavíkur er laugardaginn 10. janúar í Reykjaneshöll gegn Keflavík kl. 10:30. Grindavík leikur í B-riðli ásamt ÍBV, Keflavík og Stjörnunni. Leikir Grindavíkur eru eftirfarandi: …
Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2014
Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns ársins og íþróttakonu ársins 2014 í Grindavík má sjá hér á neðan. Athöfnin fer fram í Hópsskóla á gamlársdag kl. 13:00 og eru allir Grindvíkingar hjartanlega velkomnir á þessa uppskeruhátíð íþróttafólks. Auk þess að veita verðlaun fyrir íþróttamann og íþróttakonu ársins verða veitt hvatningarverðlaun, verðlaun fyrir fyrstu landsleiki, fyrir titla auk ýmislegs annars. Tilnefndar sem íþróttakonur …