Góður útisigur hjá stelpunum í Kaplakrika

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna sóttu Fimleikafélagið heim á föstudaginn og snéru heim með góðan 1-2 sigur í farteskinu. FH komust yfir á 30 mín eftir mark beint úr hornspyrnu en eftir 40 mín skoraði Shashana Pete Campbell og jafnaði metinn. Eftir það var leikurinn var jafn og spennandi og allt leit út fyrir að hann myndi enda með jafntefli en …

Bacalaomót knattspyrnudeildar UMFG verður 6. júní, skráning stendur yfir

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Nú styttist í Bacalaomótið sem nú er haldið í fimmta sinn. Skráning er hafin á www.bacalaomotid.is og hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst. Dagskráin er í vinnslu en við getum lofað því að hún verður hin glæsilegasta. Höfum hugfast að getuleysið fyrirgefst, viljaleysið ekki, TÖKUM ÞÁTT!  

1.100 km rúntur hjá 2. flokki um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Strákarnir í 2. flokki karla í knattspyrnu lögðu land undir fót um helgina og keyrðu alla leið norður á Húsavík á sunnudaginn þar sem þeir spiluðu gegn heimamönnum í Völsungi og unnu 3-1. Þeir spiluðu svo sinn annan leik á 36 tímum gegn Dalvík og gerðu sér lítið fyrir og unnu þann leik líka, 2-1. Engin ferðaþreyta í þessum drengjum …

Fyrstu stig sumarsins í hús hjá strákunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóku á móti Gróttu nú á laugardaginn í 1. deild karla í knattspyrnu. Bæði lið höfðu byrjað mótið illa og voru stigalaus. Grindvíkingar höfðu aðeins skorað eitt mark og það úr víti en Gróttumenn áttu enn eftir að skora. Þetta var því fullkominn leikur fyrir Grindvíkinga að komast á blað og koma tímabilinu almennilega af stað. Það er skemmst …

Nóg um að vera í íþróttum í Grindavík um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það verður nóg um að vera í íþróttalífi Grindvíkinga nú um Hvítasunnuhelgina. Í dag laugardag taka Grindvíkingar á móti Gróttu í 1. deild karla en leikurinn hefst klukkan 14:00 hér á Grindavíkurvelli. Á mánudag hefja stelpurnar svo leik í Íslandsmótinu þegar þær taka á móti Fjölni hér á heimavelli en sá leikur hefst klukkan 13:00. Þá geta Grindvíkingar einnig kíkt …

Meistaraflokkur kvenna á Facebook

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Þeir sem hafa fylgst með síðunni okkar undanfarin sumur hafa sennilega tekið eftir hinum stórskemmtilegu auglýsingum sem stelpurnar í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hafa gert fyrir leiki. Til að fá fréttir af leikjum og leikmönnum liðins er um að gera að fylgjast með þeim á Facebook og smella einu “like” á síðuna þeirra. Hana má finna með því að smella …

Dregið í Borgunarbikarnum í dag, strákarnir á leið til Húsavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Dregið var í Borgunbikar karla og kvenna í hádeginu í dag. Hjá körlunum er komið að 32-liða úrslitum en 16-liða hjá konunum. Það má segja að karlaliði hafi verið nokkuð heppið með andstæðinga miðað við styrkleika en á móti bíður liðinu nokkuð langt ferðalag, alla leið norður til Húsavíkur þar sem liðið mætir 3. deildar liði Völsungs. Konurnar sluppu einnig …

Bikarsigur í bragðdaufum nágrannaslag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Þrótti úr Vogum í sögulegum bikarleik en þessi lið hafa aldrei áður mæst í leik á Íslandsmóti né í bikarkeppni. Þróttarar sem leika í 4. deild mættu afar vel skipulagðir til leiks og spiluðu mjög þéttan varnarleik sem Grindavíkurliðið átti mjög erfitt með að leysa. Afar fá afgerandi færi litu dagsins ljós þrátt …