Dregið í Borgunarbikarnum í dag, strákarnir á leið til Húsavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Dregið var í Borgunbikar karla og kvenna í hádeginu í dag. Hjá körlunum er komið að 32-liða úrslitum en 16-liða hjá konunum. Það má segja að karlaliði hafi verið nokkuð heppið með andstæðinga miðað við styrkleika en á móti bíður liðinu nokkuð langt ferðalag, alla leið norður til Húsavíkur þar sem liðið mætir 3. deildar liði Völsungs. Konurnar sluppu einnig við að mæta úrvalsdeildarliði en þær heimsækja lið Augnabliks í Kópavoginn.

Leikurinn hjá körlunum fer fram þriðjudaginn 2. júní kl. 19:15 en konurnar eiga leik um sjálfa Sjómannadagshelgina, eða þann 6. júní kl. 14:00