Aðalfundi knattspyrnudeildar UMFG hefur verið frestað til fimmtudagsins 25. febrúar af óviðráðanlegum ástæðum. Fundurinn hefst kl. 20:00. Dagskrá:– Venjuleg aðafundarstörf– Skýrsla stjórnar– Ársreikningur– Skýrsla unglingaráðs– Önnur málIðkenndur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG
Aðalfundi knattspyrnudeildar frestað
Aðalfundi Knattspyrnudeildar hefur verið frestað til fimmtudagsins 25.febrúar kl 20:00 vegna óviðráðanlegra orsaka.
Meistaraflokkur karla gefur Abel sektarsjóðinn og skorar á önnur lið
Á dögunum bárust þær fréttir að Abel Dharia, markvörður ÍBV, væri með krabbamein. ÍBV stendur fyrir styrktarsöfnun fyrir Abel til að standa straum af lækniskostnaði og hafa leikmenn Grindavíkur ákveðið að gefa sektarsjóð sinn til söfnunarinnar og skora á fleiri lið að gera slíkt hið sama. Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta hringt í eftirfarandi númer eða lagt …
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 18. febrúar 2016, kl. 20:00 í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3. Dagskrá:– Venjuleg aðafundarstörf– Skýrsla stjórnar– Ársreikningur– Skýrsla unglingaráðs– Önnur málIðkenndur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG
GG og UMFG í samstarf, Ray og Scotty þjálfa
Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá þeim stórtíðindum í morgun að stjórn GG væri búið að ráða þjálfara fyrir sumarið. Þá hafa GG og knattspyrnudeild UMFG undirritað samstarfssamning. Þjálfarar liðsins verða tveir reynsluboltar úr grindvískri knattspyrnu, þeir Scott Ramsay og Ray Anthony Pepito Jónsson. Frétt Fótbolta.net: „Scott Ramsay og Ray Anthony Jónsson ætla í sameiningu að stýra GG í 4. deildinni í …
GG mætir til leiks í 4. deildinni í sumar
Hið fornfræga lið GG sem gerði garðinn frægan í 4. deildinni seint á síðustu öld hefur nú gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Liðið mun leika í 4. deildinni í sumar og í bikarnum en um 30-40 knattspyrnukempur á ýmsum aldri æfa með liðinu sem æfir í Hópinu tvisvar í viku. Í hópnum eru fjölmargir fyrrum leikmenn meistaraflokks UMFG ásamt öðrum …
Tækniæfingar í Hópinu á miðvikudagsmorgnum
Knattspyrnuakademía UMFG ætlar að bjóða upp á tækniæfingar fyrir iðkendur í 4. og 3.flokki drengja og stúlkna næstu miðvikudagamorgna frá kl.6.10 – 7.00 í Hópinu. Áhugasömum er frjálst að mæta til að auka leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu.
Guðmundur Valur tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna
Knattspyrnudeild UMFG hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi sumar. Reynsluboltinn Guðmundur Valur Sigurðsson mun þjálfa liðið og stýrði sinni fyrstu æfingu í morgun. Guðmundur Valur hefur verið viðloðandi knattspyrnuþjálfun um árabil og mun vonandi ná að miðla reynslu sinni til leikmanna og hjálpa þeim við að stíga skrefið til fulls sem þarf til að ná …
Flatfiskur og Bryggjan sigurvegarar firmamóts UMFG og Eimskipa
Þann 30. desember síðastliðinn var árlegt jólafirmamót UMFG endurvakið en mótið í ár var í umsjón ÍG, en nýstofnað lið þeirra hefur skráð sig til leiks í 4. deildinni í sumar. Mótið var hið veglegasta en alls voru 20 lið skráð til leiks, 16 karlalið og 4 kvenna. Í karlaflokknum var Flatfiskur sem fór með sigur af hólmi en Jaxlarnir …
Alex Freyr til Víkings
Hornfirðingurinn knái, Alex Freyr Hilmarsson, sem valinn var besti leikmaður Grindavíkur á liðnu sumri, mun leika í Pepsi deildinni á næsta tímabili en hann hefur samið við lið Víkings í Reykjavík. Fótbolti.net greindi frá vistarskiptunum, en Alex hefur verið mjög eftirsóttur eftir góða frammistöðu með Grindavík síðastliðið sumar og fór m.a. á reynslu hjá sænska liðinu Malmö í haust. Alex …