Flatfiskur og Bryggjan sigurvegarar firmamóts UMFG og Eimskipa

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Þann 30. desember síðastliðinn var árlegt jólafirmamót UMFG endurvakið en mótið í ár var í umsjón ÍG, en nýstofnað lið þeirra hefur skráð sig til leiks í 4. deildinni í sumar. Mótið var hið veglegasta en alls voru 20 lið skráð til leiks, 16 karlalið og 4 kvenna. Í karlaflokknum var Flatfiskur sem fór með sigur af hólmi en Jaxlarnir urðu í öðru sæti. Bryggjan sigraði svo í kvennaflokknum eftir úrslitaleik gegn Vísi.

Myndir: Grindavík.net