Alex Freyr til Víkings

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hornfirðingurinn knái, Alex Freyr Hilmarsson, sem valinn var besti leikmaður Grindavíkur á liðnu sumri, mun leika í Pepsi deildinni á næsta tímabili en hann hefur samið við lið Víkings í Reykjavík. Fótbolti.net greindi frá vistarskiptunum, en Alex hefur verið mjög eftirsóttur eftir góða frammistöðu með Grindavík síðastliðið sumar og fór m.a. á reynslu hjá sænska liðinu Malmö í haust. 

Alex Freyr kom til Grindavíkur frá Sindra sumarið 2012. Með Grindavík lék hann 83 leiki og skoraði í þeim 16 mörk og lagði einnig upp ófá fyrir liðsfélaga sína.

Mynd: Fótbolti.net