Gunnar Þorsteinsson besti leikmaður 14. umferðar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hafa verið á mikilli siglingu í Inkasso-deildinni undanfarnar vikur og eru nú í 2. sæti deildarinnar, 1 stigi á eftir toppliði KA þegar deildin er rúmlega hálfnuð. Grindavík vann góðan sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði í síðustu umferð, 1-4 á útivelli og var Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson valinn besti leikmaður umferðinnar fyrir frammistöðu sína í leiknum. Gunnar er þriðji leikmaður …

Unglingalandsmót UMFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að þessu sinni í Borgarnesi og hefst það 28.júlí og stendur til 31.júlí, búið er að opna fyrir skráningar og lýkur henni 23.júlí. Við minnum alla þá á sem ætla sér að fara á landsmótið að UMFG greiðir 3000.- kr. til baka af keppnisgjaldinu. Senda þarf einungis tölvupóst á umfg@umfg.is með afriti af greiðslunni fyrir hvert …

Jafntefli í toppslagnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík og Augnablik mættust í toppslag B-riðils 1. deildar kvenna í Fagralundi í Kópavogi í gær. Tvö mörk litu dagsins ljós snemma í leiknum, Grindavík komst yfir með marki frá Lauren Brennan á 19. mínútu en heimastúlkur jöfnuðu á 35. mínútu. Þar við sat og lokaniðurstaðan því jafntefli og Grindavík áfram á toppnum. Grindavík er nú með 16 stig í …

Grindavíkurkonur einar á toppnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík vann góðan 3-0 sigur á Aftureldingu hér á Grindavíkurvelli á föstudaginn, en Marjani Hing-Glover skoraði þrennu og öll mörk Grindavíkur. Marjani tvöfaldaði þar með markafjölda sinn í deildinni og er næst markahæst með 6 mörk. Eftir þennan sigur sitja Grindavíkurkonur einar á toppi B-riðils 1. deildar með 15 stig eftir 6 leiki, og 18 mörk í plús. Næsti leikur …

Alexander bjargaði stigi á Eskifirði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík heimsótti Eskifjörð í Inkasso-deildinni á laugardaginn þar sem heimamenn í Fjarðabyggð tóku á móti okkar mönnum. Hlutskipti liðanna í deildinni framan af sumri hafa verið nokkuð ólík, Grindavík í toppbaráttunni en Fjarðabyggð við botninn með einn sigur í sarpinum. Það hefur þó örlítið fjarað undan góðri byrjun Grindvíkinga og liðið ekki landað sigri í mánuð, eða síðan liðið lagði …

Selfyssingar stálu stigi á lokametrunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tók á móti Selfossi í Inkasso-deildinni á föstudaginn, þar sem lokatölur urðu 1-1. Juan Manuel Ortiz Jimenez kom okkar mönnum yfir snemma í leiknum og allt leit út fyrir að Grindavík myndi fara með sigur af hólmi þar til í blálokin, en gestirnir jöfnuðu leikinn á 93. mínútu og jafntefli staðreynd. Grindavík er því áfram í 3. sæti deildarinnar með …

Stelpurnar enn á toppnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni núna á laugardaginn, og sitja því enn á toppi B-riðils 1. deildar kvenna, ásamt Augnabliki. Það voru þær Linda Eshun og Lauren Brennan sem skoruðu mörk Grindavíkur í seinni hálfleik. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Aftureldingu á föstudagskvöldið kl. 20:00.

Bikardraumurinn úti hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Bikarævintýri Grindavíkur hlaut fremur snautlegan endi um helgina þegar stelpurnar steinlágu gegn úrvalsdeildarliði Þórs/KA á Akureyri, 6-0. Þetta var fyrsta tapið hjá liðinu í sumar en þær sitja í efsta sæti B-riðils 1. deildar og muna því væntanlega setja allan kraft í deildina í framhaldinu. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Fjölni á laugardaginn. Á vefsíðunni fótbolta.net má finna stórt …

HK skellti toppliði Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sóttu ekki gull í greipar HK í Kórnum í gær og hafa því gefið toppsætið í Inkasso-deildinni eftir í bili. Fyrir leikinn voru HK menn sigurlausir í deildinni en tókst með mikilli baráttu að riðla leik Grindavíkur og höfðu að lokum sinn fyrsta sigur í sumar, 2-1. Góðu fréttirnar fyrir Grindavík eru þó þær að það er nóg eftir …

Strákarnir úr leik í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík er úr leik í Borgunarbikar karla en strákarnir tóku á móti Fylki í gær í leik sem tapaðist 0-2. Grindvíkingar voru síst lakari aðilinn í leiknum og áttu til að mynda tvö stangarskot en inn vildi boltinn ekki og því fór sem fór. Strákarnir geta því sett allan sinn kraft og einbeitingu í Inkasso-deilina þar sem þeir hafa farið …