Stelpurnar okkar eru komnar í 4-liða úrslit 1. deildar kvenna eftir öruggan 4-0 sigur á Víkingi frá Ólafsvík í gær, og 8-0 samanlagt. Grindavík mætir liði ÍR í næstu umferð og fer fyrri leikurinn fram á Hertz vellinum á laugardaginn og seinni leikurinn hér í Grindavík þann 23. september. Markaskorarar: Grindavík 4 – 0 Víkingur Ó. 1-0 Marjani Hing-Glover (’17) …
Grindavík – Víkingur Ó kl. 17:15 – frítt inn
Grindavík tekur á móti liði Víkings frá Ólafsvík í úrslitakeppni 1. deildar kvenna núna í dag kl. 17:15. Grindavík vann fyrri leikinn 0-4 og er því í lykilstöðu til að tryggja sér sæti í 4-liða úrslitum. Það er frítt inn á leikinn og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum okkar. Áfram Grindavík!
Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar
Uppskeruhátíð yngri flokka, 5., 6., 7. og 8. flokks karla og kvenna verður haldin miðvikudaginn 7. september kl. 16:00-17:00 í Hópinu. Dagskrá: – Viðurkenningar afhentar– Unglingaráð grillar fyrir gesti– Meistaraflokksleikmenn koma og sýna knattþrautir. Foreldrar sérstaklega velkomnir. Svo fjölmennum við yfir á aðalvöllinn þar sem meistaraflokksstelpurnar keppa í úrslitakeppni 1. deildar á móti Víkingi frá Ólafsvík kl. 17:15 – Frítt …
Æfingagjöld UMFG 2016-2017
Er barnið þitt skráð í þær íþróttir sem það ætlar að stunda í vetur? Til þess að sjá hvort að barnið þitt sé nú þegar skráð í þær íþróttir sem það stundaði þá ferðu inn skráningasíðuna hér. Þú skráir þig inn og velur þá barnið sem á að skrá, ef barnið er nú þegar skráð í þær íþróttir sem það …
Dröfn Einarsdóttir valin í U19 landsliðið fyrir undankeppni EM
Fyrir helgi var tilkynnti KSÍ hvaða leikmenn voru valdir í landslið U19 kvenna sem leikur í undankeppni fyrir Evrópumeistaramótið en leikið verður í riðlakeppni sem fram fer í Finnlandi 15. – 20. september næstkomandi. Fulltrúi Grindavíkur í hópnum er hin efnilega Dröfn Einarsdóttir en Dröfn hefur verið í lykilhlutverki hjá meistaraflokki kvenna undanfarin tvö sumur þrátt fyrir ungan aldur. Dröfn …
Stelpurnar í góðri stöðu – unnu Víking 0-4
Stelpurnar í meistaraflokki kvenna gerðu góða ferð vestur á Snæfellsnes á laugardaginn þar sem þær unnu lið Víkings í Ólafsvík, 0-4. Leikurinn var fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum 1. deildar kvenna þar sem leikið er um sæti í úrvalsdeild að ári. Seinni leikurinn verður hér í Grindavík á miðvikudaginn kl. 17:15. Markaskorarar Grindavíkur voru þær Marjani Hing-Glover sem setti …
Grindavíkur leikur í Pepsi-deildinni 2017!
Það er nú ekki oft sem við splæsum í upphrópunarmerki í fyrirsögnum hér á síðunni en nú er fullt tilefni til því að Grindavíkur hefur tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili! Með 1-0 sigri á Fjarðabyggð á laugardaginn er ljóst að liðið getur ekki endað neðar en í 2. sæti. Nú er ekkert eftir nema að vinna …
Grindavíkur leikur í Pepsi-deildinni 2017!
Það er nú ekki oft sem við splæsum í upphrópunarmerki í fyrirsögnum hér á síðunni en nú er fullt tilefni til því að Grindavíkur hefur tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili! Með 1-0 sigri á Fjarðabyggð á laugardaginn er ljóst að liðið getur ekki endað neðar en í 2. sæti. Nú er ekkert eftir nema að vinna …
Grindavík í dauðafæri – Ókeypis á völlinn gegn Fjarðabyggð á laugardaginn
Grindavíkurpiltar taka á móti Fjarðabyggð í Inkassodeild karla í knattspyrnu á laugardaginn kl. 14:00 á Grindavíkurvelli. Ókeypis aðgangur er á völlinn. Eins og fram kemur í auglýsingu knattspyrnudeildar UMFG segir að „við erum í dauðafæri að tryggja okkur sæti í Pepsideildinni. En við þurfum ykkar stuðning til að leggja harðskeytta Austfirðinga að velli sem eru að berjast fyrir lífi sínu …
Stelpurnar rúlluðu riðlinum sínum upp
Grindavíkurkonur léku sinn síðasta leik í B-riðli 1. deildar í gær þegar þær lögðu lið Augnabliks að velli hér í Grindavík, 3-0. Mörkin skoruðu þær Majani Hing-Glover, Linda Eshun og Sashana “Pete” Campell. Grindavík endaði á toppi riðilsins með 37 stig, 9 stigum á undan næsta liði, með markatöluna 46-4. Nú tekur við úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild …