Úrslitaleikur 1. deildar kvenna á Grindavíkurvelli á morgun, þriðjudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Leikið verður til úrslita í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Grindavíkurvelli á morgun, þriðjudaginn 27. september, klukkan 16:00. Grindavík mætir þar liði Hauka en bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni að ári.  Tilvalið að skella sér á völlinn strax eftir vinnu og hvetja stelpurnar áfram til sigurs. Áfram Grindavík!

Sæti í Pepsi-deildinni í húfi á Grindavíkurvelli í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík mætir ÍR á heimavelli kl. 16:00 í dag, föstudag, í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Grindavík er í sannkölluðu dauðafæri til að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni að ári en stelpurnar unnu fyrri leikinn, 0-2. Það verður frítt inn á völlinn og gera stelpurnar ráð fyrir að sjá sem flesta á vellinum til að styðja þær til sigurs.  Áfram Grindavík!

Stangarskotið á netið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stangarskotið, fréttablað knattspyrnudeildar UMFG, er komið út í annað sinn á þessu ári. Í þessu töluðublaði er sumarið gert upp fyrir alla flokka, frá leikskólabörnum til meistaraflokks beggja kynja. Blaðið var borði út í öll hús í bænum en nú er einnig hægt að sækja rafrænt eintak með því að smella hér.

Æfingatöflur yngri flokka knattspyrnudeildar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Æfingatöflur yngri flokka í knattspyrnu hjá UMFG eru klárar en þær má sjá í heild sinni hér að neðan. Æfingar byrja á morgun, miðvikudaginn 21. september, hjá öllum flokkum nema 8. og 6. flokki kvenna en þær byrja í næstu viku.

Fyrsta sætið gekk Grindvíkingum úr greipum á Akureyri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

KA-menn tryggðu sér endanlega 1. sætið í Inkasso-deildinni þetta tímabilið þegar þeir sigruðu okkar menn á Akureyri á laugardaginn, 2-1. Grindavík komst yfir í leiknum með marki frá Andra Rúnari Bjarnasyni en KA settu tvö mörk á 4 mínútum um miðjan seinni hálfleik. Seinna markið kom úr víti og þótti sá dómur í meira lagi vafasamur. Grindavík á leik heima …

Lokahóf 3. og 4. flokks

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf 3. og 4. flokks kvenna og karla fór fram í Gjánni í gær. Góð mæting var meðal iðkenda og foreldrar voru einnig fjölmennir. Sérstakur gestur á lokahófinu var Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður sem hélt smá fyrirlestur fyrir krakkana. Hann minnti þá á að auka æfingin gerir mann miklu betri en umfram allt voru …

Lokahóf knattspyrnudeildarinnar 2016 – Sigurhátíð

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG verður haldið laugardaginn 24. september í íþróttahúsinu. Húsið opnar klukkan 19:00. Bíbbinn töfrar fram hlaðborð. Selma Björnsdóttir og Regína Ósk með skemmtiatriði. Veislustjórar: Hjálmar Hallgrímsson og Bjarki Guðmundsson. * Happdrætti * Hljómsveitin Brimnes frá Vestmannaeyjum leikur fyrir dansi Miðaverð á lokahóf og dansleik 7.000 kr.TAKMARKAÐ MAGN MIÐA.ATHUGIÐ AÐ EKKI VERÐUR SELT INN Á BALL 20 ára aldurstakmark. …

Uppskeruhátíð 3. og 4. flokks

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Uppskeruhátíð 4. flokks og 3. flokks karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin á fimmtudaginn 15. september kl. 17:00 í Gjánni.  Dagskrá: • Verðlaunaafhending. • Hið fræga kökuhlaðborð er á sínum stað en undanfarin ár hafa flottustu foreldrar á Íslandi (Grindavíkurforeldrarnir) séð um að baka og lagst á eitt við að stútfylla sameiginlegt hlaðborð af kræsingum. Foreldrar sérstaklega velkomnir. Kveðja …

Tap á Akureyri í 7 marka leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík missti af þremur dýrmætum stigum í baráttunni um fyrsta sætið í Inkasso-deildinni í gær þegar liðið tapaði fyrir Þór á Akureyri í miklum markaleik, 4-3. Á sama tíma vann KA sinn leik gegn Fjarðabyggð og munar því 4 stigum á liðunum þegar 2 umferðir eru eftir, en þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni. Alexander Veigar Þórarinsson skoraði öll þrjú …

Stelpurnar færast nær Pepsi-deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar eru komnar með annan fótinn í úrslitaleik 1. deildar kvenna eftir góðan sigur á útivelli gegn ÍR í gær, 0-2. Sashana Carolyn Campbell Mark og Marjani Hing-Glover skoruðu mörk Grindavíkur undir lok leiksins. Seinni leikur liðanna fer fram í Grindavík föstudaginn 23. september. Bæði liðin sem leika til úrslita í deildinni munu leika í Pepsi-deildinni að ári.