Fyrsta sætið gekk Grindvíkingum úr greipum á Akureyri

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

KA-menn tryggðu sér endanlega 1. sætið í Inkasso-deildinni þetta tímabilið þegar þeir sigruðu okkar menn á Akureyri á laugardaginn, 2-1. Grindavík komst yfir í leiknum með marki frá Andra Rúnari Bjarnasyni en KA settu tvö mörk á 4 mínútum um miðjan seinni hálfleik. Seinna markið kom úr víti og þótti sá dómur í meira lagi vafasamur.

Grindavík á leik heima gegn Fram í lokaumferðinni laugardaginn 24. september kl. 13:00.

Viðtal við Óla Stefán eftir leik

Mynd: Fótbolti.net