Óli Stefán lætur af störfum í lok tímabilsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Óli Stefán Flóventsson, sem þjálfað hefur meistaraflokk karla í knattspyrnu síðastliðin þrjú ár, mun láta af störfum í lok tímabilsins. Þetta tilkynnti stjórn deildarinnar í gær en nokkur umræða hefur skapast á síðustu dögum um framtíð Óla í starfi. Óli hefur unnið mikið og gott uppbyggingarstarf með skýra framtíðarsýn fyrir Grindavíkurliðið frá því að hann tók við liðinu í 1. …

Grindavík og Breiðablik skildu jöfn í Kópavogi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sóttu eitt stig í Kópavoginn í Pepsi-deild karla í gær, en lokatölur leiksins urðu 1-1. Blikar komust yfir í fyrri hálfleik og voru töluvert sterkari framan en en tvöföld skipting Óla Stefáns í hálfleik breytti gangi leiksins töluvert. Útaf fóru Aron Jóhannsson og Matthías Örn Friðriksson og inn á komu Sito og Marinó Axel Helgason. Innkoma Sito í sóknina …

Grindvíkingar steinlágu í Lautinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar gerðu ekki góða ferð í Árbæinn í gær þar sem þeir töpuðu illa gegn heimamönnum í Fylki, 3-1. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið, heimamenn að reyna að slíta sig frá fallbaráttunni og Grindvíkingar í þéttum pakka liða sem eru að berjast um Evrópsæti. Eftir þetta tap eru Grindvíkingarí 6. sæti, 6 stigum frá Evrópusætinu, og því verður …

Brött brekka og bullandi fallbaráttu framundan hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur gerðu sér ferð í Víkina í gær þar sem þær léku gegn sameinuðu liði Víkings og HK. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið sem berjast nú fyrir lífinu sínu í deildinni en fyrir leikinn var Grindavík með 10 stig og Víkingur/HK með 13. Það fór því miður svo að eftir leikinn er Grindavík áfram með 10 stig og …

Stundatöflur deilda 2018-2019

SundFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund

Stundatöflur deilda innan UMFG eru í vinnslu, við munum birta upplýsingar á heimasíðunni um leið og þær eru tilbúnar. Við biðjumst velvirðingar á töfunum og við vonum að það verði á allra næstu dögum. Við minnum foreldra/forráðamenn að skráningar/greiðsla æfingagjalda eru hafnar inn í Nóra kerfi UMFG.  

17 ára í U19 landsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Sigurjón Rúnarsson, leikmaður Grindavíkur í knattspyrnu, hefur verið valinn í U19 ára landslið Íslands sem mætir Albaníu í tveimur vináttulandsleikjum í september. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari liðsins, tilkynnti liðið í gær. Sigurjón, sem er varnarmaður fæddur árið 2000, hefur komið sterkur inn í lið Grindavíkur í sumar og leikið 8 leiki með liðinu í Pepsi-deildinni. Frammistaða hans hefur vakið verðskuldaða athygli …

Grindavík tapaði 0-2 heima gegn Blikum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tók á móti Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Leikurinn var nokkuð jafn og áttu Grindavíkurkonur fín færi í leiknum en náðu þó aldrei að setja mark sitt á sterka vörn Blikanna. Það er engu að síður hægt að taka margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að uppskeran hafi verið rýr að þessu sinni. Með sigrinum tylltu …

Sophie O’Rourke í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í Pepsi-deild kvenna, en Sophie O'Rourke hefur skrifað undir samning við liðið. Sophie er 19 ára kantmaður frá Englandi, en hún hefur leikið með Reading í heimalandi sínu. Sophie greindi sjálf frá félagaskiptunum á Twitter. Koma Sophie til Grindavíkur er eflaust kærkomin á þessum tímapunkti en þrír leikmenn eru nú að yfirgefa liðið, þær Elena …

Grindvíkingar völtuðu yfir Keflavík í grannaslagnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóku á móti botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild karla í gær, í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Grindvíkingar höfðu aðeins hikstað í síðustu leikjum og voru því í kjörstöðu til að rétta stefnuna af gegn lánlausum Keflvíkingum, en gestirnir voru að sama skapi á ákveðnum tímamótum með nýjan þjálfara í brúnni. Það má segja að það hafi verið spurning um …

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku í Pepsi-deild kvenna en hin brasilíska Rilany Da Silva hefur gengið til liðs við spænska stórliðið Atletico Madrid. Atletico Madrid er ríkjandi meistari á Spáni og fer í Meistaradeildina næsta vetur. Rilany hefur verið í lykilhlutverki hjá Grindavík í ár og síðastliðið sumar en hún lék alla deildarleiki liðsins 2017 sem og alla deildarleikina það sem …