Grindvíkingar steinlágu í Lautinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar gerðu ekki góða ferð í Árbæinn í gær þar sem þeir töpuðu illa gegn heimamönnum í Fylki, 3-1. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið, heimamenn að reyna að slíta sig frá fallbaráttunni og Grindvíkingar í þéttum pakka liða sem eru að berjast um Evrópsæti. Eftir þetta tap eru Grindvíkingarí 6. sæti, 6 stigum frá Evrópusætinu, og því verður að teljast líklegt að Evrópudraumurinn sé við það að fjara út.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn