Brött brekka og bullandi fallbaráttu framundan hjá stelpunum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur gerðu sér ferð í Víkina í gær þar sem þær léku gegn sameinuðu liði Víkings og HK. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið sem berjast nú fyrir lífinu sínu í deildinni en fyrir leikinn var Grindavík með 10 stig og Víkingur/HK með 13. Það fór því miður svo að eftir leikinn er Grindavík áfram með 10 stig og situr í fallsæti þegar 3 umferðir eru eftir.

Leikurinn byrjaði ágætlega fyrir Grindavík en eftir því sem leið á fjaraði hratt undan leik þeirra og urðu lokatölur 4-0, heimakonum í vil.

Grindavík á eftir leiki gegn ÍBV, og svo gegn KR og FH, en þessi þrjú lið munu væntanlega berjast um að bjarga sér frá falli þar sem þau sitja nú í þremur neðstu sætum deildarinnar. 

Þjálfari Grindavíkur, Ray Anthony Jónsson, var fullur bjartsýni eftir leik og ætlar sér klárlega ekki að falla í vor, og vonandi ná stelpurnar sér á strik á lokasprettinum og halda í sætið í Pepsi-deildinni.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn