Grindavík tapaði 0-2 heima gegn Blikum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tók á móti Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Leikurinn var nokkuð jafn og áttu Grindavíkurkonur fín færi í leiknum en náðu þó aldrei að setja mark sitt á sterka vörn Blikanna. Það er engu að síður hægt að taka margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að uppskeran hafi verið rýr að þessu sinni. Með sigrinum tylltu Blikar sér á topp deildarinnar en Grindavík er í 8. sæti, 3 stigum á undan KR og FH sem sitja á fallsætunum.

Umfjöllun fótbolta.net um leikinn

Viðtal við Ray þjálfara eftir leik

Næsti leikur Grindavíkur er útileikur gegn Val þann 31. júlí.