17 ára í U19 landsliðið

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Sigurjón Rúnarsson, leikmaður Grindavíkur í knattspyrnu, hefur verið valinn í U19 ára landslið Íslands sem mætir Albaníu í tveimur vináttulandsleikjum í september. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari liðsins, tilkynnti liðið í gær. Sigurjón, sem er varnarmaður fæddur árið 2000, hefur komið sterkur inn í lið Grindavíkur í sumar og leikið 8 leiki með liðinu í Pepsi-deildinni. Frammistaða hans hefur vakið verðskuldaða athygli og skilað honum sæti í landsliðinu með efnilegustu leikmönnum landsins.