Grindavík semur við heimamenn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við fjöldan allan af strákum sem spila annaðhvort með 2. flokki eða eru nýstignir uppúr þeim flokki. Um er að ræða 2ja til 3ja ára samninga. Um 95% af þessum strákum eru heimamenn. „Við eigum marga mjög efnilega stráka og er vonandi stutt í að þeir fái tækifæri með liðinu í Pepsi deildinni. Grindavík fagnar því …

Knattspyrnudeildin auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri félagsins. Starfsvið felur í sér m.a.: •    Daglegur rekstur knattspyrnudeildar. •    Fjármála- og starfsmannastjórnun. •    Stefnumótun og áætlanagerð. •    Samningar og samskipti við samstarfsaðila félagsins. •    Undirbúningur og framkvæmd fjáraflana og viðburða á vegum félagsins. •    Samskipti við félagsmenn, foreldra og iðkendur. •    Önnur tilfallandi verkefni.    Menntunar- …

Reynslubolti til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík hefur gert 2ja ára samning við markmanninn Vladan Djogatovic.  Vladan er Serbi og kemur frá liðinu FK Javor í Serbíu.  Hann hefur spilað 23 leiki í haust með því liði og er liðið sem stendur í efsta sæti í serbnesku fyrstu deildinni.  Vladan er reynslumikill markmaður en hann hefur spilað vel á þriðja hundrað leiki í efstu deildum í Serbíu.  Knattspyrnudeildin …

Knattspyrnuskólin Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspynuskóli Grindavíkur og Jóa útherja fer fram í Grindavík 18-20 janúar næstkomandi. Hægt verður að kaupa gjafabréf í Kvikunni á fjörugum föstudegi.  Skráning fer fram hér  

Herrakvöld í Gjánni á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna, Körfubolti, UMFG

Herrakvöld knattspyrnudeildar og körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldin í Gjánni föstudaginn 23. nóvember.  Miðasala fer fram hjá strákunum í Olís og hjá honum Gunnari Má í Sjóvá og kostar miðinn 5000.- kr  Veislustjóri verður Örvar Þór Kristjánsson  Þeir Jón Gauti og Bjarni ætla að töfra fram Hvítlauks saltfisk og kótilettur í raspi fyrir gestina og auðvitað verður happadrættið á sínum stað  …

Kroppast úr knattspyrnuliði Grindvíkinga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það er ljóst að Grindvíkingar munu tefla fram umtalsvert breyttu liði næsta sumar í Pepsi-deild karla en síðustu daga hefur hver fréttin á fætur annarri borist af brotthvarfi leikmanna. Stór hluti leikmannahóps liðsins var samingslaus þegar tímabilinu lauk. Fyrstur til að yfirgefa hópinn var markvörðurinn Kristijan Jajalo sem hefur þó ekki samið við nýtt lið ennþá en hann stefnir á að spila …

Aukaaðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG 25. október

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Aukaaðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn í Gulahúsinu fimmtudaginn 25. október kl 18:00. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Kosinn formaður. 3. Kosnir 6 stjórnarmenn. 4. Kosnir 7 menn í varastjórn. 5. Kosnir 2 skoðunarmenn. 6. Fundi frestað. Félagar hvattir til að fjölmenna. Stjórn Knattspyrnudeildar UMFG.

Björn Berg Bryde til Stjörnunnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Varnarjaxlinn Björn Berg Bryde hefur sagt skilið við Grindavík og samið við Stjörnuna í Garðabænum. Björn hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðustu misseri en hann lék 21 leik í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði 2 mörk. Björn kom til Grindavíkur fyrir sumarið 2012 og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með liðinu. Alls á hann að baki 126 leiki fyrir …

Srdjan Tufegdzic (Túfa) ráðinn þjálfari meistaraflokks karla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við Srdjan Tufegdzic (Túfa) um þjálfun meistaraflokks karla næstu þrjú árin.  Túfa tekur við af Óla Stefáni sem fór til KA nýverið og má því segja að við höfum haft makaskipti á þjálfurum í þessum efnum.   Túfa var þjálfari hjá KA frá 2016 og þar á undan leikmaður hjá þeim frá árinu 2005.  Túfa er …

Óli Stefán tekur við KA

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Óli Stefán Flóventsson hefur tekið við þjálfun KA á Akureyri. Óli hefur undanfarin þrjú ár verið aðalþjálfari Grindavíkur en hann sagði starfi sínu lausu núna í lok sumars. Grindvíkingar eru því þjálfaralausir í bili en samkvæmt fréttum Fótbolta.net er Srdjan Tufegdzic, fyrrum þjálfari KA, í viðræðum við nokkur lið, þar á meðal Grindavík. Fótbolti.net greindi frá vistarskiptum Óla Stefáns: Óli Stefán …