Grindavík semur við heimamenn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við fjöldan allan af strákum sem spila annaðhvort með 2. flokki eða eru nýstignir uppúr þeim flokki. Um er að ræða 2ja til 3ja ára samninga. Um 95% af þessum strákum eru heimamenn.

„Við eigum marga mjög efnilega stráka og er vonandi stutt í að þeir fái tækifæri með liðinu í Pepsi deildinni. Grindavík fagnar því að gera samninga við svona marga heimamenn, það er ávallt mesta gleðiefnið,“ segir Eiríkur Leifsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Á myndina vantar þrjá drengi sem áttu ekki heimagengt er myndataka fór fram.

Grindavík fagnar því að gera samninga við svona marga heimamenn, það er ávallt mesta gleðiefnið. Til hamingju Grindavík og til hamingju strákar!