Knattspyrnudeildin auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri félagsins.

Starfsvið felur í sér m.a.:
•    Daglegur rekstur knattspyrnudeildar.
•    Fjármála- og starfsmannastjórnun.
•    Stefnumótun og áætlanagerð.
•    Samningar og samskipti við samstarfsaðila félagsins.
•    Undirbúningur og framkvæmd fjáraflana og viðburða á vegum félagsins.
•    Samskipti við félagsmenn, foreldra og iðkendur.
•    Önnur tilfallandi verkefni.
 
 Menntunar- og hæfniskröfur:

•    Þekking og reynsla af rekstri, kostur ef um er að ræða íþróttafélag.
•    Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar.
•    Hæfni í mannlegum samskiptum.
•    Sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur, frumkvæði og útsjónarsemi.

Upplýsingar veitir, Gunnar Már Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sími: 865-2900 netfang: gunnar.gunnarsson@sjova.is. Umsókn auk ferilsskrár skal skilað á netfangið gunnar.gunnarsson@sjova.is, eigi síðar en 15. febrúar 2019.  

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.