Sala á árskortum knattspyrnudeildar hafin

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið sölu á árskortum fyrir leiki sumarsins hjá meistaraflokkum félagsins í Lengjudeildinni. Stuðningsmönnum býðst að kaupa fjórar tegundir af árskortum sem gilda á alla heimaleiki félagsins í deildinni í sumar. Öll kortin eru komin í sölu í miðasöluappinu Stubbi. Þeir sem kaupa árskort í stubbi fá miðanna sjálfkrafa inn í appið. Einnig vera gefin út kort sem …

Walid Abdelali leikur með Grindavík í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur gengið frá samningi við franska miðjumanninn Walid Abdelali og mun hann leika með félaginu í sumar. Walid er 28 ára varnarsinnaður miðjumaður og lék á síðustu leiktíð í 1. deildinni í  Finnlandi. Hann lék þar við góðan orðstír. Walid kemur til með að auka breiddina sem félagið hefur á miðjunni og leikur jafnan sem djúpur miðjumaður. „Við erum …

Forathugun hafin að gervigrasi á Grindavíkurvöll

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna, UMFG

Á dögum var samþykkt í bæjarráði að hefja forathugun á því hvort breyta eigi aðaknattspyrnuvelli Grindavíkur frá náttúrulegu grasi yfir í gervigras. Búið er að stofna starfhóp sem mun vinna forathugun og er stefnt að því að skila skýrslu þess efnis til bæjarráðs Grindavíkur í haust. Fulltrúar knattspyrnudeildar í þessum vinnuhópi verða; Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG, Helgi Bogason, varaformaður …

Kristín leikur á ný með Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Kristín Anítudóttir McMillan hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2022. Kristín er 21 árs gömul og er að snúa á ný á knattspyrnuvöllinn eftir nokkurra ára fjarveru vegna meiðsla. Hún hefur alls leikið 46 leiki í deild og bikar með Grindavík á ferlinum og skorað í þeim þrjú mörk. Hún lék síðast með félaginu tímabilið 2017. „Það er …

Dion Acoff gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur samið við bandaríska vængmanninn Dion Jeremy Acoff um að leika með félaginu í sumar í Lengjudeildinni í knattspyrnu. Samningurinn gildir út leiktíðina 2021 og er Dion nú þegar kominn til landsins. Knattspyrnuáhugamenn ættu margir að þekkja til Dion Acoff sem hefur leikið á Íslandi í nokkur ár. Hann varð meðal annars tvívegis Íslandsmeistari árin 2017 og 2018 með …

Samstarfi Guðmundar Magnússonar og Grindavíkur lýkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur og Guðmundur Magnússon hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur Guðmundur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Samkomulagið er gert í góðri sátt á milli aðila og átti Guðmundur frumkvæðið að því að ljúka samstarfinu af persónulegum ástæðum. Guðmundur er 29 ára gamall framherji og lék 15 leiki í deild og bikar með Grindavík á síðustu …

Sigurbjörg framlengir samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Sigurbjörg Eiríksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með félaginu næstu tvö keppnistímabil. Sigurbjörg er uppalin hjá Grindavík og lék með yngri flokkum félagsins. Sigurbjörg leikur í stöðu hægri bakvarðar og hefur leikið 30 leiki í deild og bikar á ferlinum. Hún lék 17 leiki með Grindavík á síðustu leiktíð sem fagnaði sigri í 2. deild …

Aðstöðumál í brennidepli á aðalfundi knattspyrnudeildar – Hagnaður á síðasta rekstrarári

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram fimmtudaginn 25. febrúar síðastliðinn í Gula húsinu við Austurveg. Hefðbundin aðalfundarstörf voru á dagskrá og sem fyrr var Bjarni Andrésson fundarstjóri. Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar, fór fyrir merkilegt knattspyrnuár sem einkenndist að miklu leyti af heimsfaraldri. Gunnar Már hvatti bæjaryfirvöld í ræðu sinni til að hlúa betur að aðstöðu knattspyrnudeildarinnar: „Við höfum verið að …

Kelly Lyn ver mark Grindavíkur í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Markvörðurinn Kelly Lyn O‘Brien hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. O‘Brien er 25 ára gömul og er ætlað stórt hlutverk í liði Grindavíkur í sumar. O‘Brien lék í Meistaradeild Evrópu í haust með Vllaznia frá Albaníu en hefur einnig leikið í Ungverjalandi og í Bandaríkjunum. Hún lék með Lafayette háskólanum …

Viktoría Ýr skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Viktoría Ýr Elmarsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með meistaraflokki kvenna næstu tvö keppnistímabil. Viktoría er 16 ára gömul og lék einn leik í fyrra fyrir Grindavík sem fagnaði sigri í 2. deild kvenna. Viktoría er alin upp í Grindavík og hefur spilað upp alla yngri flokka með félaginu einnig hefur hún verið …