Walid Abdelali leikur með Grindavík í sumar

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur gengið frá samningi við franska miðjumanninn Walid Abdelali og mun hann leika með félaginu í sumar. Walid er 28 ára varnarsinnaður miðjumaður og lék á síðustu leiktíð í 1. deildinni í  Finnlandi. Hann lék þar við góðan orðstír.

Walid kemur til með að auka breiddina sem félagið hefur á miðjunni og leikur jafnan sem djúpur miðjumaður.

„Við erum ánægðir með að fá Walid til okkar. Við höfum fylgst með honum frá því á síðasta ári og fengum hann á reynslu til okkar á dögunum. Walid hefur staðið sig vel og hann mun vonandi koma öflugur inn í liðið,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.

Walid verður vonandi kominn með leikheimild þegar Grindavík mætir Hvíta Riddaranum í Mjólkurbikarnum á Grindavíkurvelli á sunnudag.