Kelly Lyn ver mark Grindavíkur í sumar

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Markvörðurinn Kelly Lyn O‘Brien hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. O‘Brien er 25 ára gömul og er ætlað stórt hlutverk í liði Grindavíkur í sumar.

O‘Brien lék í Meistaradeild Evrópu í haust með Vllaznia frá Albaníu en hefur einnig leikið í Ungverjalandi og í Bandaríkjunum. Hún lék með Lafayette háskólanum í Bandaríkjunum við góðan orðstír.

„Við erum mjög ánægð með að hafa náð samkomulagi við Kelly O‘Brien. Hún er öflugur og hugrakkur markvörður sem mun hjálpa okkar unga liði. Hún hefur staðið sig vel þar sem hún hefur spilað og við teljum að hún muni passa vel inn í liðið hér í Grindavík,“ segir Jón Óli Daníelsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur.

O‘Brien er væntanleg til Íslands í mars og býður knattspyrnudeild Grindavíkur hana velkomna til félagsins!