Fullt hús í Lengjubikarnum, sigur á Snæfelli í miklum spennuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti Snæfelli í Lengjubikar kvenna í gærkvöldi í leik sem varð æsispennandi en okkar konur höfðu sigur að lokum, 66-65. Grindavíkurliðið er nokkuð þunnskipað í upphafi móts þar sem fjórir sterkir leikmenn eru úr leik í bili. Whitney Frazier hefur verið afar öflug í fyrstu leikjum haustsins og hélt sínu striki í gær, en hún hefur skorað …

Grindavík valtaði yfir Þórsara í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur sóttu Akureyri heim á mánudagskvöldið í Lengjubikar kvenna. Akureyringar biðu leiksins með nokkurri eftirvæntingu en þetta var fyrsti heimaleikur liðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar og þar fyrir utan gegn úrvalsdeildarliði. Það er skemmst frá því að segja að 1. deildarlið Þórs átti ekki möguleika í Grindavík, jafnvel þó svo að Grindvíkingarnir Erna Rún Magnúsdóttir og Helga Hallgrímsdóttir leiki með …

Skráning er hafin á öldungamót Þórs á Akureyri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Dagana 6. – 7. nóvember ætla hinir miklu körfuboltasnillingar í Þór á Akureyri að standa fyrir öldungamóti fyrir körfuboltakempur á besta aldri. Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir Grindvíkinga að heimsækja höfuðstað Norðurlands og um leið sýna Norðlendingum hvar Davíð keypti ölið. Eftirfarandi auglýsing birtist á heimasíðu Þórs: „Nú er komið að því að allar gamlar kempur úr körfuboltanum …

Alex og Bentína valin best á lokahófi knattspyrnudeildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram með glæsibrag núna um helgina. Hátíðarhöldin fóru fram í Eldborg og voru 250 gestir mættir þar saman komnir til að skemmta sér saman. Fjölmargar viðurkenningar og heiðranir voru veittar til leikmanna og velunnara deildarinnar en þau Alex Freyr Hilmarsson og Bentína Frímannsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka karla og kvenna.  Hjónin Rún Pétursdóttir og Ingólfur …

Grindvíkingar kláruðu tímabilið með trukki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar kláruðu tímabilið í 1. deild karla í knattspyrnu með glæsibrag nú á laugardaginn þegar liðsmenn Fram komu í heimsókn. Liðin höfðu í raun að engu að keppa, en þau voru hvorki á leið upp né niður, sama hver úrslitin leiksins yrðu. Það var því aðeins spilað upp á stoltið og má með sanni segja að Grindvíkingar hafi tekið það …

Whitney Frazier fór hamförum í fyrsta leik sínum fyrir Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Leiktíðin hjá Grindavíkurkonum í körfubolta hófst nú í liðinni viku þegar liðið tók á móti Breiðabliki í Lengjubikaranum. Okkar konur rúlluðu gestunum upp en lokatölur urðu 94-51. Glöggir aðdáendur liðsins ráku sennilega upp stór augu þegar þeir rýndu í tölfræði leiksins en samkvæmt henni var gamla kempan Stefanía Ásmundsdóttir með magnaða endurkomu í lið Grindavíkur, stigahæst með 22 stig, 6 …

Ísland – Kasakhstan á Grindavíkurvelli á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

U17 ára landslið karla í knattspyrnu hefur á morgun, þriðjudaginn 22. september, leik í undankeppni Evrópumóts landsliða, en fyrsti leikur liðsins fer fram á Grindavíkurvelli. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Liðið æfði á vellinum í dag við ágætar aðstæður en það er hætt við að liðin fái nokkuð hressilegan vind og jafnvel rigningu á morgun.

Tap gegn Þórsurum í baráttuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóku á móti Þórsurum núna um helgina í 1. deild karla í knattspyrnu. Eftir slæmt tap gegn Víkingum í síðasta leik var Pepsideildar draumurinn í raun úr sögunni hjá okkur mönnum sem höfðu að litlu að keppa nema heiðrinum. Þórsarar eygðu aftur á móti von um að halda sínum draumum á lífi með sigri í þessum leik og því …

Fyrsta deildartap ársins hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Fótboltasumarið hjá Grindavíkurstelpum hefur verið ótrúlegt ævintýri en þær fóru taplausar í gegnum deildina og komust í 8-liða úrslit í bikarnum. Eftir öruggan sigur í B-riðli 1. deildar tók úrslitakeppni við um tvö laus sæti í úrvalsdeild að ári. Stelpurnar afgreiddu Augnablik í fyrstu umferð en næstu andstæðingar er lið ÍA og virðist vera á brattan að sækja fyrir Grindavík …