Körfuknattleiksdeildin með einstakar derhúfur til sölu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild UMFG er komin með derhúfur í sölu frá Been Pippn. Einungis 100 eintök voru framleidd og er hver og ein húfa númeruð að innan, frá 1 – 100. Húfurnar eru svokallaðar „snapback“ svo stærðin á þeim er stillanleg með smellum að aftan. Verðið er 6000kr. Frekari upplýsingar og pantanir í síma 775-2166. Fleiri myndir á Facebook.

Körfuknattleiksdeildin með einstakar derhúfur til sölu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild UMFG er komin með derhúfur í sölu frá Been Pippn. Einungis 100 eintök voru framleidd og er hver og ein húfa númeruð að innan, frá 1 – 100. Húfurnar eru svokallaðar „snapback“ svo stærðin á þeim er stillanleg með smellum að aftan. Verðið er 6000kr. Frekari upplýsingar og pantanir í síma 775-2166. Fleiri myndir á Facebook.

Grátlegt tap gegn Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur fóru aftur af stað eftir jólafrí í gær og við fyrstu sýn virtust þær ætla að fara af stað með trukki. Grindvíkingar létu þristunum rigna (8 í fyrsta leikhluta) og leiddu leikinn 45-34 í hálfleik. En í þriðja leikhluta gekk allt á afturfótunum og Keflvíkingar komust aftur inn í leikinn og leiddu fyrir lokaátökin, 57-62. Fjórði leikhluti var nokkuð …

Fimleikadeild UMFG auglýsir eftir þjálfurum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fimleikadeild UMFG auglýsir eftir þjálfurum til starfa hjá deildinni. Iðkendur eru um 90 á aldrinum 6-16 ára. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af fimleikum eða einhvern grunn í hreyfingu. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Rakel Lind formann deildarinnar á fimleikarumfg@gmail.com

Nágrannaslagur af bestu gerð í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Keppni í Domins-deild kvenna á nýju ári hefst í kvöld en þá mætast í Suðurnesjaglímu Grindavík og Keflavík og fer viðureign liðanna fram í Mustad-höllinni hér í Grindavík kl. 19:15. Grindavík er í 3. sæti deildarinnar með 12 stig en Keflavík í 4. sæti með 10 stig. Keflavík vann fyrstu viðureign liðanna í deildinni 72-64 en þá mættust liðin á …

Lilja valin dugnaðarforkur fyrri hluta Dominosdeildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Nú í hádeginu voru úrvalslið Dominos deildanna á fyrri hluta keppnistímabilsins 2015-2016 kynnt. Grindvíkingar nældu þar í ein verðlaun en Lilja Ósk Sigmarsdóttir var valin „Dugnaðarforkurinn“ í Dominosdeild kvenna. Lilja er vel að titlinum komin en hún hefur drifið félaga sína áfram trekk í trekk í vetur og oftar en ekki leitt liðið í fráköstum og baráttu inná vellinum. Til …

Stelpurnar taka á móti flöskum og dósum í Endurvinnslunni í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Enn geta þeir sem vilja styrkja kvennaliðið okkar í körfunni látið þær hafa dósir og flöskur sem ekki náðist að taka í gær þegar gengið var í hús og safna. Þeir sem vilja geta farið með flöskur og dósir í Endurvinnslumóttökuna hjá Sigga í dag á milli 17 og 18:30 og þurfa bara að taka fram að þetta eigi að …

Flatfiskur og Bryggjan sigurvegarar firmamóts UMFG og Eimskipa

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Þann 30. desember síðastliðinn var árlegt jólafirmamót UMFG endurvakið en mótið í ár var í umsjón ÍG, en nýstofnað lið þeirra hefur skráð sig til leiks í 4. deildinni í sumar. Mótið var hið veglegasta en alls voru 20 lið skráð til leiks, 16 karlalið og 4 kvenna. Í karlaflokknum var Flatfiskur sem fór með sigur af hólmi en Jaxlarnir …

Alex Freyr til Víkings

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hornfirðingurinn knái, Alex Freyr Hilmarsson, sem valinn var besti leikmaður Grindavíkur á liðnu sumri, mun leika í Pepsi deildinni á næsta tímabili en hann hefur samið við lið Víkings í Reykjavík. Fótbolti.net greindi frá vistarskiptunum, en Alex hefur verið mjög eftirsóttur eftir góða frammistöðu með Grindavík síðastliðið sumar og fór m.a. á reynslu hjá sænska liðinu Malmö í haust.  Alex …

Dósasöfnun meistaraflokks kvenna 3. janúar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Er allt fullt af flöskum og dósum eftir hátíðarnar? Nennirðu ekki að flokka og telja og fara með þær í endurvinnsluna? Ekki örvænta, því meistaraflokkur kvenna er til í að aðstoða þig! Sunnudaginn 3. janúar ætla stúlkurnar að ganga hér hús úr húsi og safna þeim flöskum sem fólk vill láta af hendi. Þessi söfnun er stór liður í fjáröflun …