Skráningu í Geysis Reykjanesmótið lýkur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hjólreiðakeppnin Geysir Reykjanesmót fer fram núna á sunnudaginn en skráningu lýkur í kvöld. Hjólreiðadeild UMFG, sem á dögunum var gerð að deild innan UMFG til tveggja ára, er einnig aðili að HRÍ (Hjólreiðasamband Íslands) sem þýðir nú er hægt að keppa undir merkjum UMFG á hjólareiðamótum. Þeir sem ætla að taka þátt í Reykjanesmótinu geta skráð sig og verið löglegir …

Texas Scramble golfmót á Húsatóftavelli 7. maí

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Laugardaginn 7. maí verður Texas Scramble golfmót á Húsatóftavelli til styrktar meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Skráning á mótið á Golf.is. Hvetjum alla golfara til að skrá sig á þetta skemmtilega mót og styðja við stelpurnar okkar í leiðinni. Fjöldi glæsilegra vinninga. Nánari upplýsingar hjá Golfklúbbi Grindavíkur. 

Drengjaflokkur í undanúrslit

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Strákarnir í drengjaflokki eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins eftir góðan sigur á sterku liði KR í gær, 81-73. Grindavík mætir ÍR í undanúrslitaleiknum, en hann fer fram í Seljaskóla laugardaginn 7. maí.  Ingvi Þór Guðmundsson var lang stigahæstur Grindvíkinga með 40 stig, en næstur kom Nökkvi Már Nökkvason með 14 stig, þá Marcin Ostrowski 10 stig, Viðar Kjartansson 9 stig, …

8-liða úrslit í Drengjaflokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Í kvöld fara fram 8-liða úrslit í Drengjaflokki þar sem Grindavík tekur á móti KR í Mustad-höllinni kl. 20:00. Sigurliðið úr þessum leik kemst áfram í 4-liða úrsilt sem fara fram um næstu helgi. Hvetjum fólk til að mæta og sjá síðasta heimaleik vetrarins hjá þessum efnilegu drengjum. Áfram UMFG

Grindavík tók Fjarðabyggð í kennslustund

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík og Fjarðabyggð mættust í æfingaleik á Grindavíkurvelli um helgina, en bæði lið leika í Inkasso-deildinni (1. deild) sem hefst núna á föstudaginn næstkomandi. Grindavík hafði mikla yfirburði í leiknum og urðu lokatölur 5-0. Fótbolti.net greindi frá: Grindavík 5 – 0 Fjarðabyggð 1-0 Hákon Ívar Ólafsson 2-0 Hákon Ívar Ólafsson 3-0 Óli Baldur Bjarnason 4-0 Magnús Björgvinsson 5-0 Alexander Veigar …

Inkasso-deildin hefst á föstudaginn – Grindavík spáð 6. sætinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Vefsíðan fótbolti.net hefur undanfarna daga birt spá þjálfara og fyrirliða í 1. deildinni, sem í ár heitir Inkasso-deildin, og er Grindavík komið á blað en okkur er spáð 6. sætinu í ár. 6. Grindavík Lokastaða í fyrra: 5. sæti í 1. deild Grindvíkingar féllu úr Pepsi-deildinni árið 2012 og eru nú að fara inn í sitt fjórða tímabil í röð …

Grindvíkingar Íslandsmeistarar í 8. fl. kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar lönduðu enn einum Íslandsmeistaratitlinum í yngri flokkum um helgina þegar stelpurnar í 8. flokki tryggðu sér titilinn hér á heimavelli. Þær sigruðu Keflavík í hreinum úrslitaleik en liðið spilaði mjög vel í vetur og töpuðu aðeins 1 leik af 20. Við óskum stelpunum til hamingju með þennan frábæra árangur, virkilega gaman að sjá hversu margir efnilegir árgangar eru að …

Þrír Íslandsmeistaratitlar í júdó til Grindavíkur um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Íslandsmótið í júdó í flokki 21 árs og yngri fór fram um helgina og þar áttu Grindvíkingar 11 keppendur. Allir keppendur Grindavíkur komust á verðlaunapall og komu heim með 3 Íslandsmeistaratitla, 4 silfur og 4 brons. Tinna Einarsdóttir náði þeim magnaða árangri að verða Íslandsmeistari í flokki drengja U13 -52 kg. Þá sigraði Adam Latkowski í flokki U15 -34 kg …

Úrslitahelgi 8. flokks kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Úrslitakeppni 8. flokks kvenna í körfubolta fer fram um helgina, en Grindavíkur hefur leik í dag kl. 18:00. Grindavík hefur unnið allar törneringar vetursins en nú þarf að klára dæmið og landa titlinum. Við hvetjum Grindvíkinga til að kíkja í íþróttahúsið um helgina og hvetja okkar stelpur áfram. Leiktímar Grindavíkur eru eftirfarandi: Föstudagurinn 29. apríl Kl. 18:00 Grindavík – StjarnanKl. …

Daníel Guðni til Njarðvíkur – tekur við þjálfun meistaraflokks karla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þau risatíðindi bárust úr körfuboltaheimum á dögunum að Njarðvíkingar hefðu ráðið Daníel Guðna Guðmundsson til að þjálfa meistaraflokk karla á næsta tímabili. Daníel er uppalinn Njarðvíkingur en hann hefur leikið með Grindavík síðan 2012 og síðastliðið haust tók hann við þjálfun meistaraflokks kvenna. Daníel hlaut því eldskírn sína sem þjálfari í efstu deild í vetur en fer nú eins og …