Grindavík tók Fjarðabyggð í kennslustund

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík og Fjarðabyggð mættust í æfingaleik á Grindavíkurvelli um helgina, en bæði lið leika í Inkasso-deildinni (1. deild) sem hefst núna á föstudaginn næstkomandi. Grindavík hafði mikla yfirburði í leiknum og urðu lokatölur 5-0.

Fótbolti.net greindi frá:

Grindavík 5 – 0 Fjarðabyggð

1-0 Hákon Ívar Ólafsson
2-0 Hákon Ívar Ólafsson
3-0 Óli Baldur Bjarnason
4-0 Magnús Björgvinsson
5-0 Alexander Veigar Þórarinsson

Grindavík burstaði Fjarðabyggð 5-0 í æfingaleik á gamla aðalvellinum í Grindavík í gær.

Grindvíkingar leiddu 3-0 í hálfleik en þá skoraði Hákon Ívar Ólafsson tvö af mörkunum.

Bæði liðin eru að undirbúa sig fyrir Inkasso-deildina en Grindavík fær Hauka í heimsókn í fyrstu umferðinni á föstudag á meðan Fjaraðbyggð leikur við Huginn degi síðar.