Sunddeild UMFG hefur ákveðið að halda sundmaraþon næstkomandi helgi, eða dagana 28. – 30. október, og mun það hefjast kl 14:00 næsta föstudag og enda á sunnudaginn kl 14:00. Það er öllum velkomið að koma við og sýna stuðning og fá sér jafnvel kaffi og hvetja krakkana um helgina. Að þessu sinni verður áheitum safnað til styrkja Jóhannes Hilmar Gíslason …
Stórt tap á Hlíðarenda
Grindavíkurkonur heimsóttu Val á Hlíðarenda í gær í leik sem leit út fyrir að ætla að verða spennandi í byrjun en enda með stórum sigri Valskvenna. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 15-15 en eftir það settu Valskonur í lás og kafsigldu Grindavík algjörlega. Lokatölur 103-63 og 40 stiga tap staðreynd. Karfan.is fjallaði um leikinn: Síðasti leikur 5. umferðar Dominosdeildar kvenna …
Óli Stefán og Jankó áfram með Grindavík
Þær fréttir bárust í gær frá knattspyrnudeild UMFG að þeir Óli Stefán Flóventsson og Milan Stefán Jankovic muni halda áfram sem þjálfarar Grindavíkur og þjálfa liðið saman í Pepsi-deildinni að ári. Þeir félagar stýrðu liðinu upp úr Inkasso-deildinni í sumar og var eftir því tekið hvað liðið spilaði skemmtilegan bolta en Grindavík skoraði liða mest í deildinni í sumar, 50 …
KR tók Grindavík í kennslustund
Eftir að hafa byrjað tímabilið á fljúgandi siglingu þá brotlentu Grindvíkingar harkalega í DHL-höllinni í gær. Íslandsmeistarar KR völtuðu hreinlega yfir okkar menn sem sáu aldrei til sólar en lokatölur urðu 87-62. Karfan.is gerði leiknum rækilega skil í máli og myndum: KR sigraði Grindavík fyrr í kvöld á heimavelli sínum í DHL Hllinni með 87 stigum gegn 62. Fyrir leikinn …
Viðtal við Jón Axel í Morgunblaðinu í dag
Í Morgunblaðinu í dag er nokkuð ítarlegt viðtal við körfuknattleiksmanninn unga, Jón Axel Guðmundsson, en hann hélt í víking í haust til Bandaríkjanna þar sem hann mun leika körfubolta með Davidson-skólanum. Skólinn er einn af sterkustu skólunum í háskólaboltanum vestra og ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá Jóni. Jón er spenntur fyrir vetrinum og þeirri áskorun að spila fyrir …
Nágrannaslagur af bestu gerð í Mustad-höllinni í kvöld
Grindavík tekur á móti nágrönnum okkar úr Njarðvík í Dominos-deild kvenna í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Njarðvíkingar eru nýliðar í deildinni og er ekki spáð góðu gengi í vetur en þær hafa engu að síður unnið 2 af fyrstu 3 leikjum vetrarins. Grindavík er að glíma við meiðsli lykilmanna og má því búast við hörkuviðureign í kvöld. Á …
Juan Manuel Ortiz með Grindavík í Pepsi-deildinni að ári
Spænski framherjinn Juan Manuel Ortiz skrifað að dögunum undir nýjan samning við Grindavík og verður með því með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Ortiz er þrítugur að aldri og skoraði fimm mörk í sautján leikjum í Inkasso-deildinni í sumar. Fótbolti.net greindi frá sem og Helgi Boga á Twitter
Grindavík sigraði Hauka í framlengdum leik
Grindvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos-deild karla og blása á allar hrakspár sem voru settar fram fyrir tímabilið. Haukar komu í heimsókn í Mustad-höllina í gær og fóru Grindvíkingar með sigur af hólmi í framlengingu í miklum spennuleik. Grindvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu 11 fyrstu stig leiksins. Haukar unnu sig þó inn í leikinn …
Tap gegn nýliðunum í Borgarnesi
Grindavíkurkonur sóttu nýliða Skallagríms heim í gær. Nýliðunum er spáð mjög góðu gengi í vetur og Grindavík mætti til leiks með laskað lið en þær Ingibjörg og Ingunn eru báðar meiddar eins og við greindum frá í gær. Það var því ljóst fyrir leik að það yrði á brattann að sækja fyrir okkar konur í þessum leik. Útkoman varð að lokum …
Grindavík – Haukur í kvöld. Hitað upp með hamborgurum
Grindavík tekur á móti Haukum í Dominos-deild karla kl. 19:15 í kvöld. Fyrir leik verður hitað upp með hamborgaraveislu sem verða til sölu milli 18:30 og 19:00. Um að gera að mæta snemma og koma sér í gírinn til þess að styðja strákana okkar til sigurs í kvöld. Af Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar: „Og áfram höldum við. Haukarnir mæta í Mustad-Höllina í …