Tap gegn nýliðunum í Borgarnesi

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur sóttu nýliða Skallagríms heim í gær. Nýliðunum er spáð mjög góðu gengi í vetur og Grindavík mætti til leiks með laskað lið en þær Ingibjörg og Ingunn eru báðar meiddar eins og við greindum frá í gær. Það var því ljóst fyrir leik að það yrði á brattann að sækja fyrir okkar konur í þessum leik. Útkoman varð að lokum ósigur, 80-72, en leikurinn var þó nokkuð jafn og létu Grindvíkingar forföll lykilleikmanna ekki mikið á sig fá. 

Karfan.is fjallaði um leikinn:

Skallagrímur aftur á beinu brautina

Í Borgarnesi fór fram leikur Skallagríms og Grindavíkur. Bæði lið með tvö stig eftir tvær umferðir og það stefndi í flottan leik í fjósinu. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi og var staðan eftir hann 41-37. Seinni hálfleikurinn var flottur og voru bæði lið inni í leiknum en Skallagrímsstúlkur vor alltaf skrefinu á undan Grindavík og unnu flottann 80-72 sigur.

Þáttaskil:
Skallagrímur voru yfirleitt alltaf yfir í leiknum og höfðu smá forskot á Grindvík sem vöntuðu þær Ingunnu Emblu Kristínardóttir og Ingibjörgu Jakobsdóttir. Þetta var flottur leikur hjá Skallagrím og eru þær þá komnar með fjögur stig eftir þrjár umferðir í deildinni.

Tölfræðin lýgur ekki:
Bæði lið voru ekki í miklum gír fyrir aftan þriggja stiga línuna og voru Grindavík aðeins með 15% þriggja stiga nýtingu gegn 31% hjá Skallagrím.

Hetjan:
Tavelyn Tillman átti frábæran fyrri hálfleik og setti 23 stig. Samtals setti hún 36 stig fyrir Skallagrím og silgdi þessu í land fyrir þær.

Kjarninn:
Skallagrímur með fjögur stig af mögulegum sex eftir þrjá leiki og hefur liðið verið að spila ágætlega. Grindavík hinnsvegar með tvö stig af mögulegum sex eftir þrjár umferðir og eiga fullt inni.

Umfjöllun / Guðjón Gíslason

Tölfræði leiks

Myndir (Ómar Örn Ragnarsson)