Óli Stefán og Jankó áfram með Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Þær fréttir bárust í gær frá knattspyrnudeild UMFG að þeir Óli Stefán Flóventsson og Milan Stefán Jankovic muni halda áfram sem þjálfarar Grindavíkur og þjálfa liðið saman í Pepsi-deildinni að ári. Þeir félagar stýrðu liðinu upp úr Inkasso-deildinni í sumar og var eftir því tekið hvað liðið spilaði skemmtilegan bolta en Grindavík skoraði liða mest í deildinni í sumar, 50 mörk í 22 leikjum. 

Þeir Óli og Janko hafa klárlega unnið mjög gott starf með liðið og því miklar gleðifréttir að þeir muni verða áfram við stjórnvölin. Óli er aðallþjálfari liðsins en hann tók við starfinu af Tommy Nielsen síðastliðinn vetur eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hans sumarið árið. Janko, sem er aðstoðarþjálfari, er öllum hnútum kunnugur í Grindavík en hann hefur verið meira og minna starfandi við grindvíska knattspyrnu síðan árið 1992.

Við óskum knattspyrnudeildinni og þjálfurunum til hamingju með undirskriftina.