Brynjar Ásgeir Guðmundsson með Grindavík í Pepsí-deildinni í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar gengu í morgun frá samningum við nýjan leikmann þegar Brynjar Ásgeir Guðmundsson stakk niður penna í Gula húsinu. Brynjar sem er 24 ára og kemur frá FH getur leikið í flestum stöðum í vörn og miðju á og á að baki fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands. Við bjóðum Brynjar velkominn til Grindavíkur  Fótbolti.net greindi einnig frá: Brynjar Ásgeir …

Tap á Ásvöllum í jöfnum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur gerðu sér ekki ferð til fjár í Hafnarfjörðinn í gær þegar þær töpuðu fyrir Haukum, 65-58. Leikurinn var í járnum nánast fram að 39. mínútu þegar Haukar sigu fram úr og sigldu sigrinum heim. Úrslitin þýða að Grindavík situr nú á botni deildarinnar ásamt Val, með 2 sigra í 8 leikjum.  Karfan.is var á staðnum: Haukar unnu góðan liðssigur …

Ingibjörg og Embla fulltrúar Grindavíkur í landsliðshópnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Framundan í nóvember eru tveir síðustu landsleikirnir í undankeppni EM, EuroBasket kvenna 2017, hjá kvennalandsliðinu í körfuknattleik. Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa valið 15 manna æfingahóp sem kemur fyrst saman þann 13. nóvember til æfinga. Grindavík á tvo fulltrúa í hópnum, þær Ingibjörgu Jakobsdóttur og Ingunni Emblu Kristínardóttur. 15 manna æfingahópur Íslands: Berglind Gunnarsdóttir – Snæfell · 6 …

Nágrannaslagur í kvöld – Njarðvík í heimsókn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það verður sannkallaður nágrannaslagur í Mustad-höllinni í kvöld þegar Njarðvík mætir í heimsókn í Domino’s deild karla. Víkurfréttir tóku Lalla tali í dag sem var hóflega bjartsýnn fyrir leikinn og sagði að Njarðvíkingar væru til alls líklegir enda í sárum eftir síðasta leik og eflaust þyrstir þá í sigur. „Við þurfum að mæta tilbúnir til að vinna þennan leik. Þeir …

Jón Axel fer vel af stað með Davidson háskólanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Jón Axel Guðmundsson fer vel af stað með liði sínu hjá Davidson háskólanum í bandaríska háskólaboltanum. Jón var í byrjunarliðinu í fyrsta leik, skoraði 13 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á aðeins 23 mínutum. Lokatölur leiksins urðu 104-58, Davidson í vil. Tölfræði leiksins má lesa hér. Jón var í nokkuð ítarlegu viðtali hjá Karfan.is á dögunum sem …

Herrakvöld körfunnar nálgast

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Nýjustu fréttir af herrakvöldi körfunnar sem verður haldið næstkomandi laugardag má lesa hér að neðan. UMFG.is tekur enga ábyrgð á þessum orðaflaumi sem hér birtist: „Nú hefur það verið staðfest að Jón Eðvald Halldórsson verður ræðumaður á laugardaginn kemur á Herrakvöldi körfunnar. Jón sem reyndar er Keflvíkingur eins og Sævar Sævars sem ætlar að sjá um veislustjórn er einnig svokallaður …

Grindavík mætir ÍR í 16-liða úrslitum Maltbikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Dregið var í 16-liða úrslit Maltbikarsins karlamegin í dag og fengu Grindvíkingar heimaleik gegn ÍR-ingum. Er þetta einn af þremur úrvalsdeildarslögum umferðarinnar. Leikið verður dagana 4. og 5. desember en ekki er búið að raða leikjunum nánar niður. Viðureignir í 16-liða úrslitum eru eftirfarandi: Njarðvík-b · HötturKeflavík · Þór ÞorlákshöfnValur · SkallagrímurFSu · SindriGrindavík · ÍRHaukar · Haukar-bÞór Akureyri · …

Stelpurnar lögðu laskað lið Njarðvíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur unnu góðan bikarsigur í gær þegar þær lögðu lið Njarðvíkur í Maltbikaranum, 85-70. Njarðvíkingar urðu fyrir áfalli snemma í leiknum þegar Carmen Tyson varð fyrir meiðslum og gat ekki klárað leikinn. Carmen hefur farið hamförum með liðinu í vetur og hefur verið að skora tæp 39 stig í leik og taka 16 fráköst. Gestirnir lögðu þó ekki árar í …

Grindavík sigraði Stjörnuna í dramatískum háspennuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík er komið áfram Maltbikarkeppni karla eftir 86-82 sigur á Stjörnunni í hádramatískum leik þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Lewis Clinch tryggði Grindavík sigurinn með löngum þristi sekúndubrotum fyrir leikslok eftir að Ólafur Ólafsson hafði stolið boltanum í vörninni og mögulega kannski sett annan fótinn örlítið út fyrir völlinn í leiðinni. En karfan var dæmd góð og gild og …

Herrakvöld körfuknattleiksdeildarinnar verður laugardaginn 12. nóvember

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Hið margrómaða herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Enn er margt á huldu um framkvæmd kvöldsins en eitthvað er þó byrjað að fréttast úr herbúðum skipuleggjanda, t.d. að veislustjóri verður Keflvíkingurinn Sævar Sævarsson. Nefndin hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Jæja Grindvískir karlmenn! Síðasti „viðburðurinn“ áður en jólageðveikin ræðst á okkur er núna á laugardaginn kemur, 12. …