Grindavík steinlá gegn KR í fyrsta leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík fór ekki vel af stað í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino’s deildar karla þegar liðið steinlá gegn KR, 98-65. Grindvíkingar byrjuðu leikinn að vísu betur og leiddu 20-23 eftir fyrsta leikhluta en sáu svo ekki aftur til sólar það sem eftir lifði leiks. Skotin voru ekki að detta hjá okkar mönnum og baráttan og gleðin sem einkenndi leik liðsins gegn …

Tap í úrslitum Lengjubikarsins staðreynd

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík mætti ofjörlum sínum í úrslitaleik Lengjubikarsins í gær þegar liðið steinlá gegn KR, 4-0. Grindvíkingar mættu til leiks með þunnskipað lið eftir að hafa leikið 6 leiki á 18 dögum. Sex leikmenn voru á sjúkralista í gær og allir leikmenn á bekknum nema einn voru úr 2. flokki. Vörnin hélt þó fyrsta hálftímann en eftir það varð ekki aftur …

Grindavík spáð fallsæti í Pepsi-deild karla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Spekingar Fótbolta.net eru byrjaðir að birta spá sína fyrir Pepsi-deildina 2017, en þeir spá Grindavík ekki mjög góðu gengi í sumar. Grindavík fékk aðeins 19 stig í spánni í ár sem dugar aðeins í 11. sætið af 12. Umfjöllun Fótbolta.net er ansi ítarleg og má lesa hana í heild sinni hér að neðan: Um liðið: Grindvíkingar eru mættir aftur í …

Stelpunum spáð 7. sæti í Pepsi-deildinni í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Sparkspekingar Fótbolta.net spá kvennaliði Grindavíkur ágætis árangri í Pepsi-deildinni í sumar, eða 7. sæti af 10. liðum. Liðið hefur bætt við sig öflugum erlendum leikmönnum í vetur, þar á meðal tveimur brasilískum landsliðskonum. Það virðast því vera meiri væntingar til Grindavíkur í sumar en oft eru gerðar til nýliða í deildinni. Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 7. sæti 7. Grindavík …

Björn Lúkas keppir í MMA 6. maí

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingurinn og bardagakappinn Björn Lúkas Haraldsson verður í hópi fjögurra Mjölnismanna sem keppa á MMA kvöldi í Færeyjum þann 6. maí næstkomandi. Björn er afar reynslumikill í ýmsum bardagaíþróttum þrátt fyrir ungan aldur en hann var valinn íþróttamaður Grindavíkur árið 2012 fyrir árangur sinn í Taekwondo og Jiu jitsu. Björn er margfaldur Íslandsmeistari í báðum þessum greinum sem og júdó …

Úrslitaeinvígi Grindavíkur og KR hefst kl. 18:15 í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík sækir KR heim í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:15 svo að Grindvíkingar eru hvattir til að mæta tímanlega í DHL höllina og styðja okkar menn til sigurs. Allir spekingar landsins hafa ítrekað afskrifað Grindavík í vetur en liðið hefur stungið hverjum sokknum á fætur öðrum upp í gagnrýnendur. Nú er …

Andrea Ásgrímsdóttir nýr golfkennari hjá GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Andrea Ásgrímsdóttir hefur verið ráðinn sem golfkennari hjá Golfklúbbi Grindavíkur en Andrea er PGA golfkennari. Í fréttatilkynningu frá klúbbnum segir að það sé mjög mikilvægt fyrir Golfklúbb Grindavíkur að hafa PGA golfkennara á sínum snærum. Við bjóðum Andreu velkomna til Grindavíkur og til starfa fyrir GG.

Grindavík í 4-liða úrslit Lengjubikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkingar virðast hafa komið endurnærðir úr æfingaferðinni á Spáni en þeir lögðu Skagamenn nokkuð örugglega í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á mánudaginn, 4-1. Ingvar Þór Kale markvörður Skagamanna opnaði leikinn með sjálfsmarki og setti tóninn fyrir það sem koma skyldi. Grindavík mætir hinum nýliðum Pepsi-deildarinnar, KA, í 4-liða úrslitum. ÍA 1 – 4 Grindavík 0-1 Ingvar Þór Kale (‘1 , sjálfsmark) …

Grindavík jarðaði Stjörnuna í Ásgarði og er komið í úrslit!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík var nú rétt áðan að tryggja sér sæti í úrslitaviðureign Domino’s deildar karla með því að gjörsigra Stjörnuna á þeirra heimavelli, 69-104. Það var ekki að sjá á leik heimamanna að tímabilið væri undir hjá þeim en leikurinn varð aldrei sérlega spennandi og sigur Grindavíkur aldrei í hættu. Stjörnumenn áttu engin svör við leik Grindavíkur sem léku við hvurn …