Sumarblómasala fótboltans er byrjuð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Sumarblómasala 5. og 6. flokks drengja í knattspyrnu er á sínum stað á planinu við Geo hótel. Salan verður opin frá 16:00 – 20:30 í dag og á morgun, fimmtudaginn 8. júní. Athugið að ekki er hægt að greiða kreditkortum, aðeins debit og peningum.

Körfuboltanámskeið 12.-16. júní

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuboltanámskeið verður haldið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára (komandi 1.-6.bekk) vikuna 12.-16. júní. Börn á aldrinum 6-8 ára æfa saman (2009, 20010 og 2011), og börn á aldrinum 9-11 ára æfa saman (2006, 2007 og 2008). Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu. Körfuboltanámkeiðið er haldið af Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun Petrúnella Skúladóttir þjálfa ásamt því að fá aðstoð frá ungum …

Grindavík á toppinn eftir sigur á KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík gerði gríðarlega góða ferð vestur í bæ í gærkvöldi þegar strákarnir lögðu KR, 0-1. Grindvíkingar sýndu mikla baráttu og agaðan leik þar sem þeir fylgdu leikskipulagi Óla Stefáns út í ystu æsar. Þeir gáfu fá færi á sér og þau fáu færi KR sem litu dagsins ljós varði Kristijan Jajalo örugglega.  Grindvíkingar voru hraðir og ógnandi í sínum sóknaraðgerðum með …

Sumaræfingar körfuboltans byrja á mánudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sumaræfingar körfuknattleiksdeildarinar hefjast núna á mánudaginn, 5.júní. Æfingarnar verða kl 17:00-18:30 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir 12 ára og eldri og stelpur og strákar æfa saman. (Yngri iðkendur sem eru mjög áhugasamir eru velkomnir.) Nökkvi Harðarson verður þjálfari sumaræfingana í júní. Nökkvi Harðarson er Grindvíkur í húð og hár en hefur leikið og þjálfað körfubolta með …

Hjörleifur Bragason valinn besti liðsfélaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lokahóf íþróttafélagsins Nes var haldið í Njarðvík í fyrrakvöld. Grindvíkingurinn Hjörleifur Bragason var það valinn besti liðsfélaginn í fótbolta eldri. Við óskum Hjörleifi til hamingju með þessa viðurkenningu!

Bikardraumurinn úti þetta árið hjá strákunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar geta nú einbeitt sér af fullum krafti að toppbaráttunni í Pepsi-deild karla en þeir töpuðu í gær fyrir Leikni á útivelli í 16-liða úrslitum Borgunarbikarins. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram sigur í venjulegum leiktíma en staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Staðan var óbreytt eftir 120 mínútur og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar var heppnin með …

Hreyfivikuhjólatúr hjólareiðadeildar UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hinn árlegi Hreyfivikuhjólatúr Hjólareiðadeildar UMFG verður í kvöld, miðvikudaginn 31. maí, kl 20:00. Þetta er túr sem allir geta komið með í og á allskonar hjólum og þú ert sérstaklega velkomin/n. Lagt verður af stað frá sundlauginni við Austurveg.

Grindvíkingar fyrstir til að leggja Val í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar færðu Valsmönnum fyrsta tap þeirra í sumar á Grindavíkurvelli í gær, en Andri Rúnar Bjarnason skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Grindavíkur. Andri hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum og er kominn með 5 mörk. Eftir þennan sigur er Grindavík í 3. sæti deildarinnar með 10 stig þegar 5 umferðir eru að baki. Fótbolti.net var …

Andri Rúnar Bjarnason leikmaður 4. umferðar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Andri Rúnar Bjarnason var valinn besti leikmaður 4. umferðar Pepsi-deildar karla af vefmiðlinum Fótbolta.net en Andri skoraði þrennu í sigri Grindavíkur á ÍA á mánudaginn. Við birtum hér að neðan umfjöllun Fótbolta.net og viðtal: „Ég held að ég geti sagt að þessi leikur sé klárlega þarna uppi með bestu leikjum ferilsins. Ég hef kannski átt einhverja betri yfir heildina en …

Stuðningsmannakvöld GG í Gjánni í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnufélagið GG heldur stuðningsmannakvöld í Gjánni í kvöld, miðvikudaginn 24. maí. Húsið opnar kl. 19:00 og er frítt inn. Veislustjóri er enginn annar en sjálfur Gauti Dagbjartsson. Seldir verða hamborgarar á lágu verði og einnig verður happadrætti og þá verður úrslitaleikur Evrópudeildarinnar sýndur á breiðtjaldi.