Sumaræfingar körfuboltans byrja á mánudaginn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Sumaræfingar körfuknattleiksdeildarinar hefjast núna á mánudaginn, 5.júní. Æfingarnar verða kl 17:00-18:30 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir 12 ára og eldri og stelpur og strákar æfa saman. (Yngri iðkendur sem eru mjög áhugasamir eru velkomnir.)

Nökkvi Harðarson verður þjálfari sumaræfingana í júní. Nökkvi Harðarson er Grindvíkur í húð og hár en hefur leikið og þjálfað körfubolta með Vestra á Ísafirði síðustu tvö tímabil. Nökki hefur getið sér gott orð í þjálfun fyrir vestan og því er mikil tilhlökkun að fá þennan mikla Grindvíking í þjálfun hér í Grindavík í sumar.

Sumarið er tíminn til að bæta sig sem einstaklingur í körfubolta og aðaláhersla sumaræfinganna er að auka tækni leikmanna í víðum skilningi. Æfingarnar eru opnar öllum og hvetjum við sem flesta að mæta á æfingar óháð því hversu lengi þau hafa æft íþróttina. Einnig hvetjum við krakka sem hafa áhuga á að prófa að æfa körfubolta á að prófa æfingar. Æfingarnar eru skemmtilegar og allir gera æfingarnar á þeim hraða og krafti sem þeir ráða við.

Einnig ætlar körfuknattleiksdeilin að hafa tvo körfuboltaskóla í júní, annars vegar fyrir 1.-3.bekk og 4.-6. bekk.
Petrúnella Skúladóttir verður þjálfarinn ásamt ungum og efnilegum leikmönnum úr Grindavík. Skólinn hefst 12. júní og verða æfingarnar kl 10:00-11:30 fyrir 1.-3.bekk og 12:00-13:30 fyrir 4.-6.bekk. Skólinn kostar 2500 krónur fyrir iðkanda.