Stuðningsmannakvöld GG í Gjánni í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnufélagið GG heldur stuðningsmannakvöld í Gjánni í kvöld, miðvikudaginn 24. maí. Húsið opnar kl. 19:00 og er frítt inn. Veislustjóri er enginn annar en sjálfur Gauti Dagbjartsson.

Seldir verða hamborgarar á lágu verði og einnig verður happadrætti og þá verður úrslitaleikur Evrópudeildarinnar sýndur á breiðtjaldi.