Íslenska U16 landslið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Skopje í Makedóníu og eiga Grindvíkingar tvo fulltrúa í liðinu, en það eru Andra Björk Gunnarsdóttir og Ólöf Rún Óladóttir. Ólöf átti hörkuleik í gær þegar íslenska liðið valtaði yfir lið Albaníu, 78-55, en Ólöf var stigahæst íslensku leikmannanna með 17 stig og bætti við 7 fráköstum. Leikinn má sjá …
Judo-æfingar hefjast mánudaginn 28. ágúst
Vetrarstarf judo-deildar UMFG hefst næstkomandi mánudag með fyrstu æfingu vetrarins. Æfingar samkvæmt stundaskrá hefjast svo viku seinna, mánudaginn 4. september. Yfirþjálfari er Arnar Már Jónsson en honum til aðstoðar eru þjálfararnir Sigurður Heiðarr og Aron Snær Arnarsson. Judo-deildin á Facebook (síða fyrir iðkendur og aðstandendur)
Grindavík lá á útivelli gegn toppliði Vals
Grindvíkingum mistókst að fylgja eftir góðum sigri í síðustu umferð Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu Valsmenn heim í gærkvöldi. Okkar menn léku ágætlega á köflum og fengu nokkur dauðafæri til að komast yfir og jafna leikinn en nýttu þau ekki og því fór sem fór. Þjálfari liðsins Óli Stefán Flóventsson sagði þó í viðtali eftir leik að hann væri stoltur …
Rútuferð Stinningskalda á Hlíðarenda í kvöld
Grindavík mætir toppliði Vals í Pepsi-deild karla á Hlíðarenda í kvöld kl. 19:15. Stinningskaldi verður með rútuferð á leikinn en farið verður frá Gula húsinu kl. 18:00. Allar nánari upplýsingar má sjá hér að neðan í tilkynningu frá Stinningskalda: Rútuferð á Valur – Grindavík!! Stinningskaldi (sem samanstendur af mér og þér!) ætlar að henda sér inneftir til að styðja gulu …
Sigurður Gunnar Þorsteinsson aftur til Grindavíkur
Þau stórtíðindi bárust úr herbúðum körfuknattleiksdeildar Grindavíkur á dögunum að Ísafjarðartröllið Sigurður Gunnar Þorsteinsson muni leika með liðinu á komandi tímabili. Sigurður lék síðast með Grindavík tímabilið 2013-14 en hefur leikið sem atvinnumaður í Grikklandi undanfarin 3 tímabil. Við sama tilefni skrifuðu nokkir leikmenn undir nýja samninga við Grindavík og þá var Þorleifur “Lalli” Ólafsson einnig formlega kynntur til leiks …
Golfnámskeið fyrir byrjendur
Golfklúbbur Grindavíkur stendur fyrir námskeiði fyrir byrjendur í íþróttinni 29. og 30. ágúst. Kennt verður á Húsatóftavelli og kennari er Andrea Ásgrímsdóttir, PGA golfkennari. Námskeiðið er 2 klst. (1 klst í senn) frá kl. 17:00-18:00. 1. Þriðjudagur 29. ágúst. Farið verður yfir grunnatriði golfsveiflunnar, búnað og annað sem skiptir máli. 2. Miðvikudagur 30. ágúst. Haldið áfram með grunnatriði golfsveiflunnar og …
Getraunaþjónustan opnar með risapotti
Getraunaþjónustan opnar í Gula húsinu núna um helgina og stefnir fyrsti vinningur í 180 milljónir. Gula húsið er opið frá 11:00 – 13:00 alla laugardaga og þar er hægt að skoða seðil vikunnar og ræða heimsmálin, fá sér kaffi og bakkelsi frá Hérastubbi bakara og reyna við 13 rétta. Getraunaþjónustan býður upp á risakerfi alla laugardaga þar sem hægt er …
Körfuboltaskóli UMFG hefst á mánudaginn
Körfuboltanámskeið verður haldið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára (komandi 1. – 6. bekk) vikuna 14. – 18. ágúst. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík. Körfuboltanámkeiðið er haldið af Körfuknattleiksdeild UMFG og mun Petrúnella Skúladóttir þjálfa ásamt því að fá aðstoð frá ungum og efnilegum leikmönnum Grindavíkur. Hópnum verður skipt upp eftir aldri. Skráningar fara fram á netfanginu petrunella@grindavik.is …
Golfnámskeið fyrir byrjendur hefst 9. ágúst
Golfklúbbur Grindavíkur stendur fyrir námskeiði fyrir byrjendur í íþróttinni. Kennt verður á Húsatóftavelli og er kennari Andrea Ásgrímsdóttir, PGA golfkennari. Námskeiðið er 3 klst. (1 klst í senn) frá kl. 17:00-18:00. Dagskrá: 1. Miðvikudagur 9. ágúst. Farið verður yfir grunnatriði golfsveiflunnar, búnað og annað sem skiptir máli.2. Þriðjudagur 15. ágúst. Haldið áfram með grunnatriði golfsveiflunnar og stutta spilinu bætt við.3. …
Grindavík leikur gegn Stjörnunni í kvöld – Róbert ósáttur við KSÍ
Leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, sem fara átti fram þann 19. ágúst hefur verið færður fram og verður leikið í kvöld. Á sama tíma fer undanúrslitaleikur Danmerkur og Sviss á Evrópumeistaramóti kvenna fram, en íslenska deildin hefur verið í 6 vikna fríi útaf mótinu. 12. umferð Íslandsmótsins verður leikinn 10. ágúst og hefur allur undirbúningur Grindavíkur miðast við …