Getraunaþjónustan opnar með risapotti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Getraunaþjónustan opnar í Gula húsinu núna um helgina og stefnir fyrsti vinningur í 180 milljónir. Gula húsið er opið frá 11:00 – 13:00 alla laugardaga og þar er hægt að skoða seðil vikunnar og ræða heimsmálin, fá sér kaffi og bakkelsi frá Hérastubbi bakara og reyna við 13 rétta.

Getraunaþjónustan býður upp á risakerfi alla laugardaga þar sem hægt er að kaupa sér hlut í, hluturinn kostar 1500 kr og það er hægt að kaupa eins marga hluti og hver og einn vill en kerfin eru oftast um 80-100 hlutir. Til þess að vera með þarftu að leggja inná 0143-05-60020, kt: 640294-2219 og senda kvittun á bjarki@thorfish.is Þeir sem vilja vera í áskrift í risakerfinu þetta tímabil þurfa að hafa samband við Bjarka Guðmunds í síma 894-3134 eða á email bjarki@thorfish.is eða bara líta við í Gula húsið á opnunartíma. Seðill vikunnar er svo birtur á facebook síðu stinningskalda.

Hérna má sjá seðil vikunnar: