Körfuboltaskóli UMFG hefst á mánudaginn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Körfuboltanámskeið verður haldið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára (komandi 1. – 6. bekk) vikuna 14. – 18. ágúst. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík. Körfuboltanámkeiðið er haldið af Körfuknattleiksdeild UMFG og mun Petrúnella Skúladóttir þjálfa ásamt því að fá aðstoð frá ungum og efnilegum leikmönnum Grindavíkur. Hópnum verður skipt upp eftir aldri.

Skráningar fara fram á netfanginu petrunella@grindavik.is og vonandi komast allir að sem vilja. Námskeiðið kostar 2.500 kr. Frekari upplýsingar um greiðslu verða sendar í tölvupósti við skráningu.

ATH – ef ekki næst næg þátttaka þá þarf að aðlaga námskeiðið eða aflýsa. Hámark 20 krakkar komast á námskeiðið.​

Allar æfingarnar eru frá 15:30-16:30