Ólöf Óladóttir stigahæst í sigri U16 landsliðsins á Albaníu

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Íslenska U16 landslið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Skopje í Makedóníu og eiga Grindvíkingar tvo fulltrúa í liðinu, en það eru Andra Björk Gunnarsdóttir og Ólöf Rún Óladóttir. Ólöf átti hörkuleik í gær þegar íslenska liðið valtaði yfir lið Albaníu, 78-55, en Ólöf var stigahæst íslensku leikmannanna með 17 stig og bætti við 7 fráköstum. 

Leikinn má sjá í heild sinni hér:

Tölfræði leiksins

Rétt áðan töpuðu íslensku stelpurnar svo naumlega fyrir Bretlandi, 43-42 en lokaleikur liðsins er á morgun gegn Norðmönnum.

Leikurinn gegn Bretum:

Mynd: Karfan.is