KFÍ knúði í gærkvöld fram oddaleik við Grindavík í keppni liðanna um sæti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á næstu leiktíð. KFÍ vann Grindavík á Ísafirði, 54:48, í annarri viðureign liðanna. Oddaleikurinn fer fram í Grindavík á miðvikudagskvöld. KFÍ var þremur stigum yfir að loknum fyrri hálfleik, 23:20. Bæði liðin eru mjög jöfn og hafa leikirnir í vetur sýnt það, …
Stelpurnar þurfa stuðning í oddaleiknum
Stelpurnar spila á morgun, miðvikudagskvöld, hreinan úrslitaleik við KFÍ um sæti í Iceland Express deild kvenna. Leikurinn hefst kl 19:15. Fyrstu tveir leikirnir hafa verið afar spennandi og því ljóst að allt verður lagt í sölurnar í Röstinni á morgun. Við hvetjum alla til þess og mæta og hvetja stelpurnar til sigurs. Sæti í efstu deild er eitthvað sem stefnt …
Hvað segja sérfræðingarnir um rimmu Grindavíkur og Njarðvíkingur?
Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport í gærkvöld. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign deildameistaraliðs Grindavíkur og Njarðvíkur. Grindavík sigraði með nokkrum yfirburðum í deildarkeppninni en Njarðvík rétt slapp …
?Við megum ekki fara fram úr okkur sjálfum
Úrslitakeppnin í körfuboltanum hefst fimmtudaginn 29. mars nk. þegar Grindavík tekur á móti Njarðvík. Körfuknattleiksdeildin gefur út veglega leikskrá sem verður dreift í öll hús í vikunni. Þar er meðal annars viðtal við Helga Jónas Guðfinnsson, þjálfara Grindavíkurliðsins. „Ég er mjög mjög sáttur við marga hluti sem við höfum lagt áherslu á og markvisst unnið að í vetur. Það má …
Bullock bestur í seinni umferðinni
J´Natan Bullock, leikmaður Grindavíkur, var í dag útnefndur besti leikmaður umferð 12 til 22 í Iceland Express-deild karla í körfuknatleik. Bullock á sæti í úrsvalsliði umferðana ásamt Justin Shouse leikmanni Stjörnunnar, Magnúsi Þór Gunnarssyni úr Keflavík, Snæfellingnum Jóni Ólafi Jónssyni og Finni Atla Magnússyni úr KR. Úrvalslið Iceland Express-deildar karla, 12.-22.umferð:Justin Shouse – Stjarnan – 18.6 stig, 4.4 fráköst, 7.5 …
Ylfa Rán Íslandsmeistari í bardaga
Um helgina fór fram Íslandsmótið í bardaga í taekwondo haldið í íþróttahúsinu Ásbrú í Keflavík. Mótið fór vel fram og gekk vel í alla staði. Ylfa Rán Erlendsdóttir varði Íslandsmeistara titil sinn frá því í fyrra í flokki Junior 3 og Gísli Þráinn Þorsteinsson vann til bronsverðlauna í flokki Junior 2. 10 félög sendu keppendur á mótið, en rúmlega 70 …
Guðjón Þórðar: Hugarfar taparans ríkjandi hjá alltof mörgum
,,Ég hefði viljað fá meiri út úr þessum leik og ég hefði viljað fá betri framgöngu minna manna,” sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindvíkinga við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í Lengjubikarnum í gær. ,,Mér fannst vanta meiri ákefð, meiri vilja til að vinna og meira vinnuframlag hjá hverjum og einum leikmanni. Það er ekki nóg að spila einn leik …
Sæti í úrvalsdeild í húfi
Úrslit í 1. deild kvenna hefjast í dag laugardag þegar Grindavíkurstelpur taka á móti KFÍ í Röstinni kl. 18:15. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki vinnur sér sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta tímabili. Því er mikið í húfi. Leikdagar eru sem hér segir: Leikur 1 – Grindavík-KFÍ – Laugardagur 24 mars kl. 18.15Leikur 2 – KFÍ-Grindavík – Mánudagur 26 …
Skrefi nær úrvalsdeild
Grindavík sigraði KFÍ með þriggja stiga mun 54-51 í fyrsta leik liðanna um laust sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í Röstinni í kvöld og hefur því tekið forystuna í einvíginu. Ef Grindavík sigrar KFÍ fyrir vestan á mánudaginn eru þær komnar aftur í úrvalsdeild. Ef KFÍ vinnur verður oddaleikur næsta miðvikudag í Grindavík. Fyrsti leikhluti var jafn og spennandi …
Aðalfundur UMFG
Aðalfundur UMFG verður fimmtudaginn 29. mars nk. kl. 20:00 í aðstöðu UMFG, útistofu við grunnskólann. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.