Bullock bestur í seinni umferðinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

J´Natan Bullock, leikmaður Grindavíkur, var í dag útnefndur besti leikmaður umferð 12 til 22 í Iceland Express-deild karla í körfuknatleik. Bullock á sæti í úrsvalsliði umferðana ásamt Justin Shouse leikmanni Stjörnunnar, Magnúsi Þór Gunnarssyni úr Keflavík, Snæfellingnum Jóni Ólafi Jónssyni og Finni Atla Magnússyni úr KR.

Úrvalslið Iceland Express-deildar karla, 12.-22.umferð:
Justin Shouse – Stjarnan – 18.6 stig, 4.4 fráköst, 7.5 stoðsendingar. Framlag 14.5.
Magnús Þór Gunnarsson – Keflavík – 17.8 stig, 4.3 fráköst, 3.7 stoðsendingar. Framlag 20.5.
Jón Ólafur Jónsson – Snæfell -12.5 stig, 7.1 frákast, 2.9 stoðsendingar. Framlag 13.4.
Finnur Atli Magnússon – KR – 10.5 stig, 7.0 fráköst, 2.0 stoðsendingar. Framlag 14.5.
J´Nathan Bullock – Grindavík – 24.0 stig, 11.5 fráköst, 2.2 stoðsendingar. Framlag 27.1.

Dugnaðarforkurinn:
Emil Barja – Haukar

Besti þjálfarinn:
Benedikt Guðmundsson – Þór Þ.

Besti leikmaðurinn:
J´Nathan Bullock – Grindavík

Besti dómarinn:Jón Guðmundsson – Keflavík