Sæti í úrvalsdeild í húfi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Úrslit í 1. deild kvenna hefjast í dag laugardag þegar Grindavíkurstelpur taka á móti KFÍ í Röstinni kl. 18:15. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki vinnur sér sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta tímabili. Því er mikið í húfi. Leikdagar eru sem hér segir:

 

Leikur 1 – Grindavík-KFÍ – Laugardagur 24 mars kl. 18.15
Leikur 2 – KFÍ-Grindavík – Mánudagur 26 mars kl. 19.15
Leikur 3 – Grindavík-KFÍ – Miðvikudagur 28 mars kl. 19.15 – oddaleikur ef þarf