Skrefi nær úrvalsdeild

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík sigraði KFÍ með þriggja stiga mun 54-51 í fyrsta leik liðanna um laust sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í Röstinni í kvöld og hefur því tekið forystuna í einvíginu. Ef Grindavík sigrar KFÍ fyrir vestan á mánudaginn eru þær komnar aftur í úrvalsdeild. Ef KFÍ vinnur verður oddaleikur næsta miðvikudag í Grindavík.

Fyrsti leikhluti var jafn og spennandi en Grindavík tók mikinn sprett í öðrum leikhluta og hafði 8 stiga forskot í hálfleik, 33-25. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi en Grindavíkurstelpur voru alltaf skrefinu á undan.

Stig Grindavíkur:

Ingibjörg Sigurðardóttir 19 stig, Jeanne Lois F. Sicat 13, Jóhann Rún Styrmisdóttir 6, Berglind Magnúsdóttir 6 (11 fráköst), Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 6, Sandra Guðlaugsdóttir 3, Sandra Ýr Grétarsdóttir 1.

Hjá KFÍ var Grindvíkingurinn Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir stigahæst með 18 stig.