Ylfa Rán Íslandsmeistari í bardaga

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Um helgina fór fram Íslandsmótið í bardaga í taekwondo haldið í íþróttahúsinu Ásbrú í Keflavík. Mótið fór vel fram og gekk vel í alla staði. Ylfa Rán Erlendsdóttir varði Íslandsmeistara titil sinn frá því í fyrra í flokki Junior 3 og Gísli Þráinn Þorsteinsson vann til bronsverðlauna í flokki Junior 2.

10 félög sendu keppendur á mótið, en rúmlega 70 keppendur voru skráðir.

Mynd: Ylfa Rán og Gísli með  verðlaunapeningana sem þau unnu um helgina.